Fara í efni

Áætlun sorphirðu næstu daga

29.12.2022

Það hefur ekki gengið að halda sorphirðuáætlun undanfarna daga vegna snjóþyngsla. Áætlunin miðað við stöðuna í dag er eftirfarandi:
Mánudaginn 2. og þriðjudaginn 3. janúar verður losun á Djúpavogi samkvæmt áætlun. Græn tunna verður losuð á Egilsstöðum.
Dreifbýlið verður svo tekið eins og það leggur sig frá mánudegi til laugardags.

Óvíst er enn með stöðuna á Seyðisfirði en vonast til að það verði hægt að losa grænu tunnuna í næstu viku.
Íbúar eru hvattir til að fara með flokkunarrusl á endurvinnslustöðvar.

Getum við bætt efni þessarar síðu?