Fara í efni

SFK - Íbúafundur á Zoom um atvinnumál 2. desember kl. 17

30.11.2021
Rafrænn íbúafundur um atvinnumál verður haldinn á fimmtudag, 2. desember kl 17:00. Kynnt verður greining á stöðu atvinnumála og svo horfum við til framtíðarmöguleika í víðara samhengi.
 
Á fundinum verða Gauti Jóhannesson, formaður verkefnisstjórnar, Róbert Ragnarsson og Gunnar Úlfarsson hjá RRráðgjöf, Tryggvi Hjaltason, starfsmaður CCP og formaður Hugverkaráðs, og Bergur Ebbi Benediktsson rithöfundur.
 
Fundurinn verður á zoom og verður túlkaður á ensku samhliða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?