Fara í efni

DPV - Ormalyf fyrir hunda og ketti, 16. nóvember

11.11.2021

Ormalyfsgjöf hunda og katta á Djúpavogi fyrir 2021

 

Komið er að því að gefa hundum og köttum á Djúpavogi ormalyf.

Að þessu sinni eiga dýraeigendur að koma með dýrin sín í Þjónustumiðstöð Djúpavogs Víkurlandi 6. þriðjudaginn 16. nóvember milli kl 12.30 og 14.00.

Ef einhver getur ekki komið með dýrið sitt má hafa samband við Hákon Hansson dýralækni sem sér um að gefa inn eins og áður.

Mikilvægt er að ekkert dýr verði eftir án þess að fá ormalyf.

Inngjöf er innifalin í leyfisgjaldi.

Getum við bætt efni þessarar síðu?