Fara í efni

Hver byggðarkjarni í Múlaþingi með sér undirsíðu

06.09.2021
Efst á nýju forsíðunni eru svæði, auðkennd með ljósmynd frá öllum gömlu sveitarfélögunum sem nú mynda Múlaþing. Markmiðið með því að hafa hvert svæði með sér síðu er að auðvelda íbúum að afla sér staðbundinna upplýsinga.
 
Gestir geta valið sér svæði og séð þar helstu upplýsingar um viðkomandi skrifstofu og heimastjórn, tilkynningar og fréttir sem eru einangraðar við svæðið.
 
Einnig má þar finna link á „visitsíðu“ hvers byggðarlags fyrir sig, veðurupplýsingar og ýmislegt fleira.
 
Síðan Tilkynningarnar eru hugsaðar sem skilaboð til íbúa einstakra svæða, stuttar tilkynningar sem alla jafna eru ekki birtar á forsíðunni sjálfri. Dæmi um tilkynningu gæti verið að malbikun ætti sér stað í ákveðnum hluta sveitarfélagsins osfr.

 

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?