Fara í efni

SFK - Kaffihlaðborð Tækniminjasafnsins 18. maí klukkan 16-18

13.05.2022

Í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum 18. maí 2022 býður Tækniminjasafn Austurlands gestum og gangandi í gamaldags kaffihlaðborð á meðan birgðir endast. Starfsfólk safnsins kynnir um leið fyrstu hugmyndir að nýju safnasvæði, breyttri stefnu og áherslum.

Við viljum eiga samtal við samfélagið um framtíðarplön og velta saman fyrir okkur leiðum til að viðhalda lifandi menningararfleifð og skapa spennandi og áhugavert safn fyrir Seyðfirðinga og gesti þeirra.

Ókeypis inn og allir velkomnir, við viljum heyra þína rödd.

 

Hótel Aldan þann 18. maí 2022 kl. 16-18.

Tónlistaratriði og myndakíkjar fyrir börnin til að leika sér með.

Vonumst til að sjá þig!

Getum við bætt efni þessarar síðu?