Fara í efni

Sorphirða næstu daga

03.01.2023

Sorphirða á Djúpavogi er samkvæmt áætlun. Verið er að hreinsa grænu tunnuna á Egilsstöðum sem er komið langt en Traðir, Vellir, Norðurtún og blokkir eru eftir.
Stefnt er að því að hreinsa gráu, grænu og brúnu tunnuna á Seyðisfirði á fimmtudag og föstudag. Þar hefur verið illfært fyrir stóra bílinn og því hefur sorphirða dregist fram á nýtt ár. Unnið er að losun í dreifbýli jafnt og þétt í vikunni.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur haft í för með sér en íbúar eru hvattir til að nýta sér móttökustöðvarnar.

Getum við bætt efni þessarar síðu?