Fara í efni

Sprenging í Skaganámu á Seyðisfirði milli klukkan 14:00 og 15:00 í dag

22.11.2022

Í dag, þriðjudag 22.11.2022, verður klöpp losuð í Skaganámu með sprengingu. Sprengingin verður á milli klukkan 14:00 og 15:00. Viðvörunarflautur munu hljóma áður en sprengingin verður sett af stað. Þetta er tilkynnt núna sérstaklega vegna þess að rigning undanfarna daga hefur ekki farið fram hjá neinum.

Verktaki, verkkaupi og eftirlit hafa ráðfært sig við Veðurstofuna sem telur að ekki sé hætta á ferðum.

Endilega látið orðið berast svo komast megi hjá óþarfa áhyggjum íbúa Seyðisfjarðar.

Getum við bætt efni þessarar síðu?