Fara í efni

Viðvera atvinnu- og menningarsviðs á Egilsstöðum

03.02.2023

Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarstjóri, Heiðdís Hólm, verkefnastjóri menningarmála og Snædís Snorradóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningamála verða með viðtalstíma á skrifstofu sveitarfélagsins á Lyngási 12, Egilsstöðum, þriðjudaginn 7. febrúar.

Hægt er að bóka fundi milli klukkan 10:00 og 12:00 og svo verður opið fyrir heimsóknir á milli klukkan 13:00 – 14:30.

Íbúar eru hvattir til að nýta þetta tækifæri og panta viðtalstíma í síma 470 0683 eða á snaedis.snorradottir@mulathing.is.

Getum við bætt efni þessarar síðu?