UPPFÆRT:
Brenna og flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði verður á þrettándanum, þriðjudaginn 6. janúar kl. 20:00 í Langatanga.
Á Djúpavogi verður brenna og flugeldasýning kl. 17:00 á þrettándanum, þriðjudaginn 6. janúar á Hermannastekkum.
---
Vegna slæms veðurútlits hefur verið ákveðið að fresta áramótabrennum og flugeldasýningum á Borgarfirði, Djúpavogi og á Seyðisfirði.
Á Djúpavogi og Seyðisfirði verða nýjar tímasetningar auglýstar síðar en á Borgarfirði er stefnt á að hafa brennuna á morgun, nýársdag, klukkan 18:00.
Áramótabrennan og flugeldasýningin á Egilsstöðum verður, að öllu óbreyttu, á áður auglýstum tíma, klukkan 16:30. Sjá nánari upplýsingar um staðsetningu hér.
Múlaþing óskar íbúum og landsmönnum öllum gleðilegs árs og minnir á nauðsyn þess að fara varlega við meðhöndlun skotelda og við brennur.