Fara í efni

Áramótabrennur 2025

27.12.2025 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Áramótum verður venju samkvæmt fagnað með áramótabrennum og flugeldasýningum í öllum kjörnum Múlaþings þar sem íbúar koma saman, gleðjast og þakka fyrir árið sem er að kveðja.

Brennurnar verða með nokkuð hefðbundnu sniði að undanskilinni brennunni á Egilsstöðum sem verður á öðrum stað en undanfarin ár.

Borgarfjörður:

Áramótabrenna við norðurenda flugbrautar kl. 20:30.
Heimafólk skýtur upp flugeldum.

Djúpivogur:

Áramótabrenna á Hermannastekkum kl. 17:00.
Flugeldasýning á sama stað kl. 17:15.

Seyðisfjörður:

Áramótabrenna og flugeldasýning í Langatanga kl. 17:00.

Egilsstaðir:

Áramótabrenna á Egilsstaðanesi. Fjöldasöngur og furðuverur. Dagskrá hefst kl. 16:30.
Flugeldasýning á Egilsstaðanesi kl. 17:15.

Nánar um áramótabrennuna á Egilsstöðum

Áramótabrennan á Egilsstöðum fer fram á malarplani norðan við hundagerðið á Egilsstaðanesi. Athugið að ekki er heimilt að leggja bílum á eða við þjóðveginn sem liggur eftir Egilsstaðanesi. Bent er á bílastæði við Bónus og Samfélagssmiðjuna (Blómabæ) og göngustíg sem liggur fyrir neðan hjúkrunarheimilið Dyngju. Einnig er bent á bílastæði við Menntaskólann á Egilsstöðum en göngustígur liggur þaðan niður að brennustað.

Múlaþing þakkar sjálfboðaliðum björgunarsveita og íþróttafélaga sem hafa haft veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd áramótabrenna og flugeldasýninga í sveitarfélaginu.

Fögnum saman um áramótin!

Áramótabrennur 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?