Uppfært:
Ný tímasetning áramóta/þrettándabrennu á Djúpavogi er næsta laugardag 10. janúar kl. 17:00.
Komið verður saman við kirkjuna og gengið þaðan fylktu liði með álfakóngum og álfadrottningum kl. 16:30 sem leið liggur að Hermannastekkum. Þar verður kveikt í brennu kl. 17:00 og björgunarsveitin Bára stendur fyrir flugeldasýningu.
-----
Vegna óhagstæðra veðurskilyrða hefur verið tekin ákvörðun um að fresta þrettándabrennunni á Djúpavogi.
Stefnt er að því að halda brennuna laugardaginn 10. janúar en tímasetning verður nánar auglýst þegar nær dregur.