Fara í efni

Nýjar lóðir á Djúpavogi

Nýjar lóðir á Djúpavogi
Nýjar lóðir á Djúpavogi

Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur samþykkt að auglýsa nýjar lóðir við Borgarland lausar til úthlutunar samkvæmt ákvæðum a-liðar 3. gr. samþykktar um úthlutun lóða hjá Múlaþingi. Um er að ræða einbýlishúsalóðir við Borgarland nr. 2, 4, 6, 8 og 16 á Djúpavogi. 

Frekari upplýsingar um lóðirnar og skipulagsskilmála má nálgast hér neðst í fréttinni og hjá skipulagsfulltrúa á netfanginu skipulagsfulltrui@mulathing.is 

Umsóknarfrestur er til og með 24. mars næstkomandi og verður lóðum úthlutað á næsta fundi ráðsins þar á eftir. Umsóknum um lóðir skal skilað á rafrænu formi í gegnum Mínar síður.

 

Skipulagsfulltrúi Múlaþings.

 

Deiliskipulag, uppdráttur

Deiliskipulag, greinargerð

Lausar lóðir, verð


Getum við bætt efni þessarar síðu?