Fara í efni

Frítt námskeið: Gerjun

LungA skólinn býður íbúum á Seyðisfirði upp á ókeypis þriggja tíma námskeið til að fagna því að ný námsbraut skólans sem nefnist Land, hefur hafið göngu sína.Við bjóðum upp á tvö námskeið tengd lifandi menningararfi með gestakennurum frá LungA skólanum.
 
Námskeið II: Gerjun

Dagsetning: Lau. 4. febrúar kl. 13:00 - 16:00
Umsjónarmaður: Mariana Murcia
Staðsetning: Herðubreið, eldhús

Lengd: 2-3 klst.
Skráning nauðsynleg: celia@lunga.is

ÖLLUM OPIÐ

Í þessu námskeiði munu þátttakendur gera tilraunir með grænmeti, liti, áferð, klípu af salti og náttúrulegu bakteríurnar sem lifa á lífræna grænmetinu okkar.

Við munum læra um súrkál; gerjunarferlið, heilsufarslegan ávinning og endalausar lita- og bragðsamsetningar auk annarra gerjunaraðferða.

Eftir þetta munum við fá að hanna okkar eigið ofur-súrkál; saxa grænmeti, nudda það með salti og finna hina fullkomnu krukku til að láta súrkálið hvíla þar tli það er tilbúið itl snæðings.

Þáttakendur taka með sér sína eigin krukku heim.

 

Stutt af: Livind Project, Tækniminjasafn Austurlands og Skaftfell listamiðstöð Austurlands.

Getum við bætt efni þessarar síðu?