Fara í efni

Samþykkt um hænsnahald í Múlaþingi

Málsnúmer 202102197

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 15. fundur - 03.03.2021

Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til fyrirliggjandi draga að samþykkt um hænsnahald í Múlaþingi.

Frestað.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 16. fundur - 17.03.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að samþykkt um hænsnahald í þéttbýli í Múlaþingi. Samþykktin byggir á samskonar samþykkt sem í gildi hefur verið á Fljótsdalshéraði. Fram komu ábendingar um hvort hugsanlega sé betra að samþykktin nái til allra alifugla og búfjárhalds í þéttbýli almennt.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 78. fundur - 27.02.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að samþykkt um hænsnahald í þéttbýli í Múlaþingi. Samþykktin byggir á samskonar samþykkt sem í gildi var á Fljótsdalshéraði.
Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu með fyrirvara um þær breytingar sem ræddar voru á fundinum og vísar henni að til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Margrét Ólöf Sveinsdóttir, verkefnastjóri umhverfismála - mæting: 08:55

Sveitarstjórn Múlaþings - 34. fundur - 15.03.2023

Fyrir liggur tillaga að samþykkt um fiðurfé utan skipulagðra landbúnaðarsvæða i Múlaþingi til afgreiðslu í sveitarstjórn Múlaþings.

Til máls tóku: Helgi Hlynur Ásgrímsson, Ásrún Mjöll Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason, Jónína Brynjólfsdóttir, Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi samþykkt um fiðurfé utan landbúnaðarsvæða í Múlaþingi og felur verkefnisstjóra umhverfismála að sjá til þess að samþykktin verði virkjuð.

Samþykkt með 7 atkvæðum, 2 á móti (ÁMS,ÞJ) 2 sátu hjá (ES,HHÁ)

Byggðaráð Múlaþings - 88. fundur - 27.06.2023

Fyrir liggja drög að samþykkt um fiðurfé utan skipulagðra landbúnaðarsvæða í Múlaþingi sem samþykkt var á 173. fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands þann 15.06.2023. Samþykktin er sett á grunni laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Samþykkt þessi kemur í stað samþykktar um sama mál sem samþykkt var í sveitarstjórn Múlaþings 15.3. 2023. Samkvæmt 18. gr sveitarstjórnarlaga skal hafa tvær umræður með a.m.k. einnar viku millibili um samþykktina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samþykkt um fiðurfé utan skipulagðra landbúnaðarsvæða í Múlaþingi, fyrri umræða. Málinu vísað til næsta fundar byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 89. fundur - 04.07.2023

Fyrir liggja drög að samþykkt um fiðurfé utan skipulagðra landbúnaðarsvæða í Múlaþingi sem samþykkt var á 173. fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands þann 15.06.2023. Samþykktin er sett á grunni laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Samþykkt þessi kemur í stað samþykktar um sama mál sem samþykkt var í sveitarstjórn Múlaþings 15.3. 2023. Samkvæmt 18. gr sveitarstjórnarlaga skal hafa tvær umræður með a.m.k. einnar viku millibili um samþykktina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samþykkt um fiðurfé utan skipulagðra landbúnaðarsvæða í Múlaþingi, seinni umræða. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að sjá til þess að unnið verði samkvæmt fyrirliggjandi samþykkt.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?