Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

57. fundur 22. ágúst 2022 kl. 08:30 - 10:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins. Jafnframt fór framkvæmda- og umhverfismálastjóri yfir stöðu mála varðandi viðhald og fjárfestingar m.a.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 08:30

2.Fundargerðir stjórnar HEF - 2022

Málsnúmer 202201099Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar HEF, dags. 23.05.22, 12.06.22, 20.06.22 og 16.08.22.

Lagt fram til kynningar.

3.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202012176Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð byggingarnefndar Menningarhúss á Egilsstöðum, dags. 18.08.22. Byggingarnefnd leggur m.a. til við byggðaráð að bragginn innan við Sláturhúsið verði fjarlægður að öllu leyti eða að hluta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að láta vinna mat á þeim valkostum er fram koma í fundargerð byggingarnefndar Menningarhúss á Egilsstöðum varðandi framtíðarfyrirkomulag og notkun braggans innan við Sláturhúsið. Málið verður tekið til afgreiðslu í byggðaráði er niðurstaða mats liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Staða mála á hleðslustöðvum fyrir rafbíla

Málsnúmer 202203150Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt framkvæmda- og umhverfismálastjóra varðandi fjölda og staðsetningar hleðslustöðva fyrir rafbíla innan sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

5.Hitaveita á Seyðisfirði

Málsnúmer 202110137Vakta málsnúmer

Fyrir liggja skýrsla Eflu um fjarvarmaveitu á Seyðisfirði þar sem farið er yfir möguleika á framtíðarrekstri, kynningarglærur Eflu frá íbúafundi á Seyðisfirði 16.05.2022 og punktar frá íbúafundi um kyndingakosti til framtíðar á Seyðisfirði. Einnig gerði sveitarstjóri grein fyrir fundi er hann átti með forstjóra og fyrrum forstjóra Rarik fimmtudaginn 18.08.2022 þar sem þessi mál voru rædd m.a.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felur sveitarstjóra að koma á sameiginlegum fundi sveitarstjórnar, fulltrúa HEF og Rarik þar sem næstu skref varðandi framtíðarfyrirkomulag hitaveitu á Seyðisfirði verði til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?