Fara í efni

Fundargerðir stjórnar HEF - 2022

Málsnúmer 202201099

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 42. fundur - 25.01.2022

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF veitna, dags. 22.12.2021. Vakin er sérstök athygli á dagskrárliðum nr. 7 (Hreinsistöð á Melshorni), 9a (Skipulag á Djúpavogi) og 9b (Greiningarvinna hitunarvalkosta á Seyðisfirði).

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 47. fundur - 15.03.2022

Fyrir lá fundargerð stjórnar HEF veitna, dags. 02.03.2022. Þar sem fram kemur m.a. að boðað er til aðalfundar félagsins 17. mars nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að fulltrúar í sveitarstjórn fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi HEF veitna er fram fer fimmtudaginn 17. mars 2022. Atkvæði skiptist jafnt á þá fulltrúa er mæta til fundar. Sé fulltrúi í sveitarstjórn forfallaður er viðkomanda heimilt að kalla til varafulltrúa í sveitarstjórn í sinn stað, sem fer þá með atkvæði viðkomandi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 52. fundur - 03.05.2022

Fyrir lá fundargerð stjórnar HEF veitna ehf., dags. 27.04.2022, auk greiningarskýrslu á kyndingarkostum fyrir Seyðisfjörð til framtíðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á grundvelli niðurstaðna greiningarskýrslu EFLU Verkfræðistofu varðandi fjarvarmaveitu á Seyðisfirði leggur byggðaráð Múlaþings til að haldinn verði upplýsingarfundur með íbúum Seyðisfjarðarkaupstaðar þar sem fulltrúar HEF og Eflu kynna fyrirliggjandi niðurstöður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 57. fundur - 22.08.2022

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar HEF, dags. 23.05.22, 12.06.22, 20.06.22 og 16.08.22.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 60. fundur - 20.09.2022

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF-veitna, dags. 13.09.2022.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 64. fundur - 25.10.2022

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF, dags. 12.10.2022.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 68. fundur - 22.11.2022

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar HEF veitna, dags. 26.10.2022 og 15.11.2022.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 70. fundur - 06.12.2022

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar HEF veitna, dags. 29.11.2022.

Lagt fram til kynningar.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Hreinsistöð við Melshorn upp á 945 milljónir króna, er allt of dýrt. Skorað er á HEF-Veitur að leita enn leiða til að Lagarfljót sem jökulfljót fáist skilgreint sem ekki viðkvæmur viðtaki og eigi verði krafist meir en eins þreps hreinsivirkis.
Dapurlegt er að stjórnvöld sváfu á verðinum þegar EES reglugerð um viðtaka var samþykkt þar sem ekkert tillit er tekið til sérstöðu jökulfljóta sem viðtaka.

Getum við bætt efni þessarar síðu?