Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

96. fundur 03. október 2023 kl. 09:00 - 12:15 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð beinir því til sveitarstjórnar Múlaþings að samþykkt verði eftirfarandi bókun: Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir hér með að gangast í sjálfskuldarábyrgð vegna yfirdráttarlánstöku HEF Veitna ehf. kt. 470605-1110 hjá Arionbanka hf. að fjárhæð kr. 500.000.000 og gildi til 1.apríl 2025. Er sjálfskuldarábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir veitunnar á starfsvæði Múlaþings. Sveitarstjórn Múlaþings skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda HEF Veitna til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins um tilgang eða sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að eignarhlutur sveitarfélagsins verði seldur til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta, verði það ekki greitt upp. Jafnframt er Birni Ingimarssyni sveitarstjóra kt. 301254-4079 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Múlaþings veitingu ofangreindrar ábyrgðar

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2024 - 2027

Málsnúmer 202306001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2024 og þriggja ára áætlunar 2025 til 2027 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 14. júní 2023.

3.Fundur björgunarsveita í Múlaþingi og byggðaráðs

Málsnúmer 202309125Vakta málsnúmer

Inn á fundinn mættu fulltrúar björgunarsveita í Múlaþingi og gerðu grein fyrir starfsemi þeirra í samræmi við ákvæði er fram koma í 5. gr. samstarfssamnings á milli aðila dags. 5. janúar 2022.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Agnar Benediktsson, Helgi Haraldsson, Ingi Ragnarsson og Kjartan Benediktsson. - mæting: 10:15

4.Fjarðarborg 50 ára

Málsnúmer 202308124Vakta málsnúmer

í upphafi þessarar liðar vék Helgi Hlynur Ásgrímssson af fundi, kom inn aftur undir öðrum liðum.

Fyrir liggur erindi frá verkefnisstjóra Betri Borgarfjarðar og fulltrúa Já Sæll ehf. varðandi mögulega styrkveitingu viðburða sem stendur til að halda vegna 50 ára afmælis Fjarðarborgar á Borgarfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að styrkja viðburði sem stendur til að halda í tilefni 50 ára afmælis Fjarðaborgar á Borgarfirði um 500.000,- kr. sem skal tekið af lið 21810 og er fjármálastjóra falið að sjá um greiðslu framlagsins

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fyrirhuguð lokun bolfiskvinnslu á Seyðisfirði

Málsnúmer 202309098Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri upplýsti um að fyrir lægi tilnefning frá Austurbrú á fulltrúa í samráðshóp um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði og fór yfir framkomnar hugmyndir að atvinnustarfsemi til framtíðar. Tvær tillögur hafa borist frá utanaðkomandi aðilum og ein frá fulltrúum M-listans í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjóra falið að óska eftir tilnefningum fulltrúa í samráðshóp um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði frá heimastjórn Seyðisfjarðar og Síldarvinnslunni. Er tilnefningar liggja fyrir er sveitarstjóra falið að kalla hópinn saman. Framkomnum hugmyndum að atvinnuskapandi starfsemi verði vísað til starfshópsins til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Reglur um íbúakosningar hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202309119Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá skrifstofustjóra varðandi reglur um framkvæmd íbúakosninga í Múlaþingi. Inn á fundinn undir þessum lið komu Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri, og Aron Thorarensen, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi Múlaþings.

Í vinnslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson og Aron Thorarensen - mæting: 11:15

7.Ungmennalandsmót UMFÍ 2025

Málsnúmer 202309202Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ósk frá UÍA um samstarf til að halda Unglingalandsmót UMFÍ 2025 á Egilsstöðum og nágrenni dagana 31. júlí til 3. ágúst 2025

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Múlaþing verði í samstarfi við UÍA um umsókn vegna Unglingalandsmóts 2025 og vísar málinu til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202304033Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð aukaaðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 19.09.2023.

Lagt fram til kynningar.

9.Fundagerð stjórnar skólaskrifstofu Austurlands 2023

Málsnúmer 202303138Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 18.09.2023.

Lagt fram til kynningar.

10.Aðalfundur samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum,SSKS 2023

Málsnúmer 202308123Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 22.09.2023.

Lagt fram til kynningar.

11.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028. 182. mál.

Málsnúmer 202309206Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga 182.mál.

Lagt fram til kynningar.

12.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda, nr.1182016 (lántökuskilyrði vegna íbúðafjárfestinga).

Málsnúmer 202309207Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda 171.mál.

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 12:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?