Fara í efni

Umsögn vegna jarðarkaupa - Stakkahlíð

Málsnúmer 202112022

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 18. fundur - 06.12.2021

Beiðni barst frá Ólafi Aðalsteinssyni um umsögn frá heimastjórn vegna mögulegra kaupa hans á jörðinni Stakkahlíð í Loðmundarfirði.

Heimastjórn felur formanni að afla frekari upplýsinga um málið og semja umsögn í takt við umræður á fundinum í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 19. fundur - 10.01.2022

Fyrir liggur erindi frá 16. desember sl. frá Stefáni Smára Magnússyni um að heimastjórn veiti honum umsögn vegna mögulegra fyrirhugaðra kaupa hans á jörðinni Stakkahlíð í Loðmundarfirði.

Heimastjórn felur formanni að gera umsögn um málið í samræmi við umræður á fundinum að fenginni staðfestingu þess efnis að jörðin sé á leið í söluferli á ný.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 54. fundur - 15.01.2025

Fyrir liggur erindi frá Þresti Jónssyni þar sem óskað er eftir að teknar verði til umfjöllunar athugasemdir frá Ólafi Aðalsteinssyni varðandi Stakkahlíð í Loðmundarfirði. Einnig liggur fyrir erindi til sveitarstjórnar, dags. 12.01.2025, frá Ólafi Aðalsteinssyni varðandi kaup ríkisins á jörðinni Stakkahlíð í Loðmundarfirði.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem bar upp breytingartillögu á bókun, Ívar Karl Hafliðason sem bar upp fyrirspurn, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem svaraði fyrirspurn Ívars, Jónína Brynjólfsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir til svara, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Einar Freyr Guðmundsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson með andsvar, Ívar Karl Hafliðason með andsvar og Helgi Hlynur Ásgrímsson með andsvar.

Eftirfarandi breytingatillaga Ásrúnar lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi athugasemdum og erindi frá Ólafi Aðalsteinssyni, er varða m.a. kaup ríkisins á jörðinni Stakkahlíð í Loðmundarfirði, til byggðaráðs og heimastjórna Borgarfjarðar, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar til umfjöllunar.

Tveir greiddu henni atkvæði (ÁMS,HHÁ) tveir sátu hjá (ES,JHÞ) 7 á móti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi athugasemdum og erindi frá Ólafi Aðalsteinssyni, er varða m.a. kaup ríkisins á jörðinni Stakkahlíð í Loðmundarfirði, til byggðaráðs og heimastjórnar Borgarfjarðar til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 140. fundur - 21.01.2025

Fyrir liggur erindi frá Ólafi Aðalsteinssyni, varðandi kaup ríkisins á jörðinni Stakkahlíð í Loðmundarfirði, sem vísað er frá sveitarstjórn til umfjöllunar í byggðaráði.

Eftirfarandir tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að taka fyrirliggjandi erindi til umfjöllunar er málið hefur hlotið umfjöllun hjá heimastjórn Borgarfjarðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 55. fundur - 06.02.2025

Fyrir afgreiðslu þessa dagskrárliðar vakti Ragna S. Óskarsdóttir athygli á mögulegu vanhæfi sínu og var því einróma hafnað.
Aron Thorarensen lögfræðingur sveitarfélagsins sat fundinn undir þessum lið.

Fyrir liggur bókun byggðaráðs frá 21. janúar 2025 þar sem óskað er eftir umssögn heimastjórnar vegna erinda frá Ólafi Aðalsteinssyni er varða kaup ríkisins á jörðinni Stakkahlíð í Loðmundarfirði.

Heimastjórn hefur áður tekið jákvætt í að Ólafur Aðalsteinsson eignist Stakkahlíð og vísar í fyrri umsögn sína um málið frá 10.12.2021. Heimastjórn gagnrýnir fyrirkomulag leigusamninga ríkisins þar sem leigutímabil er of stutt og leigutakar eru lattir til fjárfestinga og umbóta vegna ákvæðis um að endurbætur á jörðum fást ekki metnar að leigutíma liðnum. Heimastjórn telur mögulega lausn á málinu vera að skipta jörðinni upp í hluta og að æðarrækt verði tryggð til framtíðar með langtímasamningi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Aron Thorarensen - mæting: 09:15
Getum við bætt efni þessarar síðu?