Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

169. fundur 04. nóvember 2025 kl. 08:30 - 10:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2025

Málsnúmer 202501003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2026 til 2029

Málsnúmer 202504066Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu drög að fjárhagsáætlun Múlaþings 2026-2029.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árin 2026-2029 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


3.Laufið - Sjálfbærnistarf sveitarfélaga

Málsnúmer 202509082Vakta málsnúmer

Stefán Aspar verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið. Málið var áður á dagskrá byggðaráðs 21. október sl.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að gerður verði samningur við Laufið til sex mánaða til reynslu. Umhverfismálastjóra falið að ganga frá samningi við fyrirtækið.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 09:40

4.Reglur um úthlutun menningarstyrkja Múlaþings

Málsnúmer 202510203Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur að breytingum á reglum um menningarstyrki Múlaþings. Elsa Guðný Björgvinsdóttir deildarstjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að breytingum á reglum um menningarstyrki Múlaþings og felur skrifstofustjóra að koma breyttum reglum á framfæri á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Elsa Guðný Björgvinsdóttir - mæting: 09:55

5.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202502016Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 21.10.2025.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundagerðir SSA 2025

Málsnúmer 202502071Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til kynningar fundagerðir SSA dags. 19.08.2025 og 12.09.2025.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundagerðir Austurbrúar 2025

Málsnúmer 202502070Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til kynningar fundagerðir Austurbrúar dags. 19.08.2025 og 12.09.2025.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?