Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

33. fundur 02. mars 2023 kl. 09:00 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Reglur um gististaði

Málsnúmer 202112197Vakta málsnúmer

Fyrir liggja hugmyndir varðandi gerð reglna um gististaði fyrir Múlaþing.

Byggðarráð samþykkti á fundi sínum 28. febrúar síðastliðinn eftirfarandi bókun:
"Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa hugmyndum varðandi gerð reglna um gististaði fyrir Múlaþing til umsagnar í heimastjórnum. Reglur um gististaði fyrir Múlaþing verða teknar til afgreiðslu í byggðaráði er umsagnir liggja fyrir."

Framkomnar hugmyndir ná til gististaða í flokki II skv. reglugerð nr. 1277/2016 sem eru gististaðir án veitinga. Af þeim hugnast heimastjórn Borgarfjarðar best fyrirkomulag sem er viðhaft á Seyðisfirði og felur í sér að liggja þurfi fyrir jákvæðar umsagnir vegna umsókna um rekstrarleyfi ásamt uppfylltum skilyrðum um bílastæði, merkingar utanhúss, ekki truflandi áhrif á íbúabyggð sem fyrir er og grenndarkynning.

Samþykkt samhljóða án athugasemda.

2.Samfélagsverkefni heimastjórna

Málsnúmer 202302101Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun umhverfis - og framkvæmdaráðs frá fundi þess 27.febrúar síðastliðinn: 
"Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir hugmyndum heimastjórna að samfélagsverkefnum í samræmi við fjárhagsáætlun og umræður á fundinum og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að fylgja málinu eftir til formanna heimastjórna." 

Heimastjórn Borgarfjarðar mun taka málið aftur upp á næsta fundi. Fram að því mun heimastjórn kalla eftir hugmyndum íbúa um heppileg verkefni m.a. gegnum staðaríbúasíðu Borgfirðinga. Jafnframt má senda hugmyndir í tölvupósti á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða bréfleiðis á Hreppsstofu. Hugmyndin snýr að minni framkvæmdaverkefnum t.d. setja upp bekki, gera göngustíga, skreytingum, leiktækjum og annað sem gerir Borgarfjörð skemmtilegri. 

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Skýrsla framkvæmda- og umhverfismálastjóra

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Inn á fundinn kom Hugrún Hjálmarsdóttir sviðsstjóri umhverfis - og framkvæmdasviðs Múlaþings og fór yfir helstu framkvæmdir sem sviðið fyrirhugar á Borgarfirði á næstu árum. 

Á næstu misserum eru fyrirhugaðar gatnagerð og lagfæringar á götum á Borgarfirði m.a. í samstarfi við Vegagerðina. Heimastjórn hyggst bjóða fulltrúa Vegagerðarinnar á næsta fund til að fara yfir þau mál. 

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 09:30

4.Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 202011069Vakta málsnúmer

Hugrún Hjálmarsdóttir sviðsstjóri umhverfis - og framkvæmdasviðs Múlaþings sat undir þessum lið fundarins og fór yfir stöðu mála varðandi verkefnið Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð.

Heimastjórn fagnar því að vinna sé hafin við verkefnið og samþykkir að vísa málinu til áframhaldandi vinnslu í umhverfis - og framkvæmdaráði. Heimastjórn leggur til að hún hafi áfram aðkomu að verkefninu í ráðgefandi hlutverki og að á framkvæmdatíma verkefnisins verði horft til núverandi starfsemi hússins og hún verði fyrir lágmarkstruflunum. 

Samþykkt með tveimur atkvæðum (ES, AMK) en einn sat hjá (ÓAH).

Ólafur Arnar Hallgrímsson lagði fram eftirfarandi bókun: 
Þegar bardagi er tapaður er ekki annað að gera en vinna með það sem meirihlutinn samþykkir og reyna að hafa þar áhrif til góðs.Ég mun engu að síður sannfæringar minnar vegna ekki greiða því atkvæði að sú leið sem nú er verið að leggja upp í verði farin. En fyrir liggur að hefja vinnu við öflunar leyfa og tímasetja einstaka verkþætti í fyrirhuguðu niðurbroti á framhlið Fjarðarborgar. Það er ekki skynsamleg né góð leið að mínu mati að því markmiði sem lagt var af stað með í upphafi.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 10:00

5.Gjaldtaka í Hafnarhólma

Málsnúmer 202104294Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Olgeir Pétursson frá Glaze og kynnti greiðslukerfi sem er til skoðunar að taka upp hjá Múlaþingi. 

Heimastjórn lýst vel á greiðslukerfi Glaze og leggur til að gengið verði til samninga við fyrirtækið á grundvelli þess sem fram kom á fundinum. 

Heimastjórn vísar því til atvinnu - og menningarsviðs Múlaþings að fara að undirbúa skiltagerð og aðra þá verkþætti sem ráðast þarf í. Markmiðið er að hefja gjaldtöku sumarið 2023 en fyrst um sinn verði um frjáls framlög að ræða. Tilgangur með gjaldtökunni er uppbygging áfangastaðarins Hafnarhólma og rannsóknir og verndun lífríkis á svæðinu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Olgeir Pétursson - mæting: 10:30

6.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur Heimastjórnar Borgarfjarðar er miðvikudaginn 5. apríl næstkomandi kl. 09:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 3.apríl næstkomandi næstkomandi.Erindi skal senda annað hvort á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða eythor.stefansson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Heimastjórn hyggur á íbúafund í síðustu viku marsmánaðar en hann verður nánar auglýstur síðar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?