Fara í efni

Samfélagsverkefni heimastjórna

Málsnúmer 202302101

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 78. fundur - 27.02.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um útfærslu á samfélagsverkefnum heimastjórna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir hugmyndum heimastjórna að samfélagsverkefnum í samræmi við fjárhagsáætlun og umræður á fundinum og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að fylgja málinu eftir til formanna heimastjórna.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 33. fundur - 02.03.2023

Fyrir liggur bókun umhverfis - og framkvæmdaráðs frá fundi þess 27.febrúar síðastliðinn: 
"Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir hugmyndum heimastjórna að samfélagsverkefnum í samræmi við fjárhagsáætlun og umræður á fundinum og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að fylgja málinu eftir til formanna heimastjórna." 

Heimastjórn Borgarfjarðar mun taka málið aftur upp á næsta fundi. Fram að því mun heimastjórn kalla eftir hugmyndum íbúa um heppileg verkefni m.a. gegnum staðaríbúasíðu Borgfirðinga. Jafnframt má senda hugmyndir í tölvupósti á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða bréfleiðis á Hreppsstofu. Hugmyndin snýr að minni framkvæmdaverkefnum t.d. setja upp bekki, gera göngustíga, skreytingum, leiktækjum og annað sem gerir Borgarfjörð skemmtilegri. 

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 32. fundur - 08.03.2023

Fyrir fundinum lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 27. febrúar sl: "Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir hugmyndum heimastjórna að samfélagsverkefnum í samræmi við fjárhagsáætlun og umræður á fundinum og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að fylgja málinu til formanna heimastjórna".

Heimastjórn lýsir ánægju með verkefnið og mun taka málið upp aftur á næsta fundi. Fram að því mun heimastjórn kalla eftir hugmyndum íbúa um heppileg verkefni. Hugmyndin snýr að minni framkvæmdaverkefnum á umhverfis- og skipulagssviði t.d. setja upp bekki, gera göngustíga, skreytingar, leiktæki o.þ.h. Senda má hugmyndir í tölvupósti á netfangið dagny.erla.omarsdottir@mulathing.is eða skila hugmyndum bréfleiðis á skrifstofu Múlaþings á Seyðisfirði, bt. fulltrúi sveitarstjóra fyrir 31. mars nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 35. fundur - 09.03.2023

Fyrir fundinum lá bókun umhverfis - og framkvæmdaráðs dags. 27.febrúar sl:
"Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir hugmyndum heimastjórna að samfélagsverkefnum í samræmi við fjárhagsáætlun og umræður á fundinum og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að fylgja málinu eftir til formanna heimastjórna."

Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Fram að þeim tíma verður leitað eftir hugmyndum íbúa um heppileg verkefni s.s. uppsetningu á bekkjum, skreytingum, göngustígum, leiktækjum eða öðru. Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 32. fundur - 10.03.2023

Fyrir liggur að fjalla um útfærslu á samfélagsverkefnum heimastjórna.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 27.2. 2023:
Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir hugmyndum heimastjórna að samfélagsverkefnum í samræmi við fjárhagsáætlun og umræður á fundinum og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að fylgja málinu eftir til formanna heimastjórna.

Heimastjórn fagnar þessu fyrirkomulagi um ákvörðun verkefna og leggur til að þau verði gerð að árlegum atburði. Jafnframt leggur heimastjórnin til að verklag, s.s. varðandi kostnað, eðli verkefna og mögulegt samráð við íbúa verði verði skilgreint betur fyrir framkvæmd þessa verkefnis á næsta ári.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs mun leita eftir hugmyndum að verkefnum á fyrirhuguðum opnum fundum heimastjórnar sem haldnir verða á næstunni. Jafnframt getir þau sem áhuga hafa á að senda inn hugmyndir sent þær á netfangið odinn.gunnar.odinsson@mulathing.is.
Málinu að öðru leyti frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 34. fundur - 05.04.2023

Heimastjórn Borgarfjarðar fékk það verkefni að úthluta kr. 2.000.000 til samfélagsverkefna á svæðinu. Heimastjórn kallaði eftir tillögum á samfélagsmiðlum og fjölmargar frábærar hugmyndir bárust.

Heimastjórn þakkar íbúum kærlega fyrir innsendar hugmyndir. Heimastjórn hefur valið nokkur verkefni til áframhaldandi vinnslu og verður tekin lokaákvörðun á fundi heimastjórnar í maí.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 34. fundur - 05.04.2023

Fyrir liggja tillögur að samfélagsverkefnum á Fljótsdalshéraði en íbúum gafst tækifæri til að senda inn tillögur sínar með tölvupósti eða bréfleiðis.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni koma áherslum heimastjórnar til umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 36. fundur - 05.04.2023

Fyrir fundinum láu innsendar tillögur að samfélagsverkefnum í samræmi við bókun heimastjórnar frá 9. mars.

Heimastjórn þakkar þeim sem sendu inn tillögur kærlega fyrir fjölbreyttar og skemmtilegar hugmyndir. Heimastjórn leggur til að unnið verði að eftirfarandi verkefni: Leikkastali á fjölskyldusvæðinu í Blánni.
Starfsmanni falið að fylgja verkefninu eftir.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 33. fundur - 05.04.2023

Heimastjórn þakkar fyrir innsendar tillögur, þær voru fjölbreyttar og skemmtilegar og myndu allar auðga samfélagið.

Heimastjórn tók tillögurnar til umræðu og er starfsmanni falið að kostnaðargreina tvær þeirra í samræmi við umræður á fundinum.

Málið áfram í vinnslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 35. fundur - 04.05.2023

Umhverfis - og framkvæmdaráð samþykkti á 78. fundi sínum að óska eftir hugmyndum heimastjórna að samfélagsverkefnum. Heimastjórn óskaði eftir tillögum íbúa og þakkar íbúum góðar viðtökur.

Margar hugmyndir bárust og umhverfis - og framkvæmdasvið Múlaþings fékk þær allar á sitt borð.

Að óbreyttu verða slík verkefni árleg. Í ár leggur Heimastjórn Borgarfjarðar til að unnið verði að því að koma upp samfélagsmiðlarólu í grennd við Vinaminnisplan. Starfsmanni falið að koma verkefninu í ferli.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 34. fundur - 04.05.2023

Starfsmaður fór yfir kostnaðarmat á þeim tillögum sem unnið var með eftir síðasta fund. Heimastjórn felur starfsmanni að vinna áfram með málið samkvæmt umræðum á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 35. fundur - 05.05.2023

Fyrir liggja punktar frá samtalsfundum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs með íbúum, en fundirnir voru haldnir á Iðavöllum, í Valaskjálf, á Eiðum og í Brúarásskóla í mars og apríl síðast liðnum.

Farið yfir punkta frá samtalsfundum heimastjórnar Fljótsdalshérðs.

Heimstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að setja mál í ferli til starfsfólks og í málakerfi sveitarfélagsins til frekari fyrirtöku.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 35. fundur - 08.06.2023

Heimastjórn ákvað að vinna áfram með tillögu sem barst um hreystigarð og hefur ákveðið að festa kaup á tveimur útihreystitækjum sem rúmast innan kostnaðarrammans. Heimastjórn felur starfsmanni að vinna málið áfram.

Heimastjórn þakkar allar góðu hugmyndirnar sem bárust og hlakkar til að sjá þetta verkefni blómstra áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 37. fundur - 06.07.2023

Farið yfir stöðu mála og tillögur varðandi uppsetningu rólu við Vinaminnisplan.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?