Fara í efni

Strandveiðar 2024

Málsnúmer 202311031

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 41. fundur - 09.11.2023

Heimastjórn Borgarfjarðar eystri skorar á hæstvirtan matvælaráðherra Svandísi Svavarsdóttur að meðan að ekki eru tryggðir 48 dagar til strandveiða á hverju ári og landið einn veiðipottur, sé því aflamagni sem ætlað er til strandveiða skipt niður í jafna hluta á hvern þann mánuð sem heimilt er að stunda strandveiðar. Verði þá veiðar stöðvaðar þegar heildaraflamagni hvers mánaðar er náð. Þessi aðgerð mun jafna aðstöðu milli landshluta og á sanngjarnan hátt rétta hlut byggðarlaga á C - svæði.

Heimastjórn vísar málinu til umfjöllunar sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 41. fundur - 15.11.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar frá 09.11.2023 varðandi strandveiðar 2024.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Eiður Gísli Guðmundsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson sem svaraði fyrirspurn Hildar, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir bar upp fyrirspurn, Eyþór Stefánsson sem svaraði fyrirspurn Ásrúnar og Hildar Þórisdóttur, Ívar Karl Hafliðason, Eyþór Stefánsson sem kom til svara og Helgi Hlynur Ásgrímsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn tekur undir með heimastjórn Borgarfjarðar og harmar að enn hafi ekki tekist að tryggja 48 daga til strandveiða á ári. Skekkjan sem stöðvun veiða fáeinum dögum eftir að stór fiskur skilar sér á miðin við Norður og Austurland hefur leitt til fækkunar strandveiðibáta á öllum svæðum nema A- svæði en þó er fækkunin mest á C- svæði. Ýmsar leiðir eru færar til að draga úr ósangirni núverandi kerfis m.a. jafna magn aflaheimilda í hverjum mánuði, fækkun daga í hverjum mánuði eða skipting aflaheimilda eftir fjölda skráðra báta á hvert svæði. Sveitarstjórn Múlaþings skorar á matvælaráðherra að leita allra leiða til að auka aflaheimildir í strandveiðipottinn svo 48 dagar megi nást en að öðrum kosti að jafna leikinn svo yfirstandandi hrun strandveiðiútgerðar á C- svæði verði stöðvuð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingar.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 61. fundur - 15.08.2025

Heimastjórn Borgarfjarðar telur strandveiðar á svæðinu hafi almennt gengið vel í ár. Hins vegar er fyrirsjáanleiki veiðanna enginn og stöðugt hringl með lagasetningar og ákvarðanir stjórnvalda. Það er með öllu óásættanlegt að stöðva veiðarnar þegar einn og hálfur mánuður er eftir af tímabilinu þegar bæði sjómenn og þeir sem höfðu ráðið fólk til að taka við afla bátanna eru að gefast upp vegna vegna sífellt brotinna loforða um meiri afla.

Heimastjórn skorar á stjórnvöld að bæta ráð sitt og tryggja fjögurra mánaða veiðitímabil á næsta ári og óskar eftir að sveitarstjórn taki málið fyrir.
Samþykkt samhljóða án handauppréttingar.

Sveitarstjórn Múlaþings - 61. fundur - 15.10.2025

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Borgarfjarðar dags. 15.08.2025 er varðar lengd veiðitímabils strandveiða fyrir árið 2026.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Borgarfjarðar um mikilvægi þess að fyrirsjáanleiki strandveiða verði tryggður fyrir næsta veiðiár. Skorað er á innviðaráðherra, sem nú fer með málefni strandveiða, að tryggja fjögurra mánaða veiðitímabil á næsta ári. Sveitarstjóra falið að koma bókun sveitarstjórnar á framfæri við innviðaráðherra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?