Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

6. fundur 05. mars 2021 kl. 13:00 - 16:40 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Tillaga að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.

Málsnúmer 202010446Vakta málsnúmer

Sveitastjórn óskaði á fundi sínum 13.01.21 eftir tilnefningu fulltrúa heimastjórnar Borgarfjarðar í nefndir og ráð og sem tengilið við Umhverfisstofnun og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs vegna víknanna sunnan Borgarfjarðar.
Starfsmanni heimastjórnar falið að afla frekari upplýsinga um málið og að því loknu verður málið tekið fyrir á ný í heimastjórn.

2.Fiskveiðilandhelgi á Borgarfjarðarmiðum - Skápurinn

Málsnúmer 202011068Vakta málsnúmer

Starfsmenn Atvinnu - og nýsköpunarráðuneytis komu inn á fundinn í gegnum fjarfundabúnað og gerðu grein fyrir aflabrögðum togara í Skápnum á síðasta ári samkvæmt afladagbókum þeirra. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir útgerð á Borgarfirð og því ánægjulegt hversu lítill afli hefur fengist við togveiðar á svæðinu árið 2020, sem sýnir að litlir hagsmunir eru í húfi fyrir togaraútgerðir sem veiðarnar hafa stundað.

Heimastjórn telur því sjálfsagt að ráðherra loki svæðinu fyrir togveiðum.

Gestir

  • Þorsteinn Sigurðsson - mæting: 14:00
  • Agnar Bragi Bragason - mæting: 14:00
  • Guðmundur Jóhannesson - mæting: 14:00

3.Snjómokstur á Borgarfjarðarvegi

Málsnúmer 202011098Vakta málsnúmer

Heimastjórn ítrekar fyrri bókun sína um málið frá fundi sínum 18.11.20. Jafnframt vill heimastjórn benda á að standi vilji til að Borgarfjörður eystri geti flokkast undir sama atvinnusóknarsvæði og Egilsstaðir er nauðsynlegt að mokstri sé lokið fyrr á morgnana en nú er. Íbúar sveitarfélagsins sækja vinnu í báðar áttir og til að tryggja atvinnuöryggi þessa fólks þarf mokstri að vera lokið 1 ? 2 klst fyrr. Möguleg lausn gæti falist í því að senda tvo bíla af stað til moksturs á Borgarfjarðarvegi svo opnun Vatnsskarðs eystra þurfi ekki að bíða eftir að mokstri sé lokið í báðar áttir milli Egilsstaða og Eiða. Smþykkt að vísa málinu til sveitarstjórnar.

4.Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 202011069Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðarhrepps hefur umsjón með verkefninu Fjarðarborg ? Samfélagsmiðstöð og hélt fund vegna málsins 24.febrúar síðastliðinn. Á þeim fundi var kallaður til rýnihópur sem fór yfir teikningar og tillögur sem bárust frá Ástu Maríu Þorsteinsdóttur arkitekt og kostnaðaráætlun fyrir endurnýjun raflagna frá Bjarnþóri Harðarsyni. Næstu skref verkefnisins eru að fá lokaútgáfu af teikningum, kynning fyrir íbúum og meta kostnað verkliða. Í framhaldi af því verður byrjað á framkvæmdum á efri hæð hússins en styrkfé til verksins nær eingöngu til framkvæmda á þeirri hæð. Verkefnið felur í sér að auka atvinnutækifæri á Borgarfirði með því að koma upp nútímalegri skrifstofuaðstöðu á hæðinni. Verkefninu er ætlað að styðja við þá starfsemi sem fyrir er í húsinu.

5.Borgarfjörður úhlutun leiguíbúða

Málsnúmer 202103017Vakta málsnúmer

Auglýstar voru fjórar íbúðir í Lækjargrund og Lækjarbrún auk íbúðarinnar Ásbrún 2. Sjö umsóknir bárust. Aamþykkt að úthluta Sergei og Irynu Boiko Ásbrún 2. Birkir Viðar Haraldson og Sólveig Helga Hjarðar fá minni íbúðina í Lækjarbrún. Karolina Szymczyk fær minni íbúðina í Lækjargrund. Aðrar umsóknir krefjast frekari gagnaöflunar og úrvinnslu.

Starfsmanni heimastjórnar falið að afla frekari gagna.

6.Hafnarhús aðgengi sjómanna

Málsnúmer 202103016Vakta málsnúmer

Á jarðhæð Hafnarhússins eru snyrtingar og sturtuaðstaða m.a. ætlaðar fyrir sjómenn. Síðastliðið sumar voru aðgengismál sjómanna að hæðinni ekki til fyrirmyndar. Til að ráða bót á vandamálinu væri t.d.hægt að loka á milli hæða og setja upp lyklabox.
Starfsmanni heimstjórnar falið að vinna málið áfram í samstarfi við rekstraraðila.

7.Götuheiti á Bökkum í Borgarfirði

Málsnúmer 202103038Vakta málsnúmer

Heimastjórn var falið að finna nöfn á nýskipulagðar lóðir á Bökkum.
Á Borgarfirði hefur verið sú hefð að íbúðarhús beri nöfn, heimastjórn leggur til að hefðinni verði viðhaldið og lóðarhafar gefi húsum sínum nöfn við undirskrift lóðaleigusamnings.

8.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Athugið! Samkvæmt spákonu Múlaþings er lundinn væntanlegur 7.apríl kl. 20:30.

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar er mánudaginn 12.apríl næstkomandi kl. 14:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 8. apríl. Erindi skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppstofu.

Fundi slitið - kl. 16:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?