Fara í efni

Tillaga að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.

Málsnúmer 202010446

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 1. fundur - 04.11.2020

Fyrir liggur tillaga að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 15. janúar 2021.

Málið er áfram í vinnslu til næsta fundar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 2. fundur - 02.12.2020

Fyrir liggur tillaga að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 15. janúar 2021.
Málið var áður á dagskrá heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 4.11. 2020.

Málið er áfram í vinnslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 3. fundur - 04.01.2021

Fyrir liggur tillaga að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 15. janúar 2021.
Málið var síðast á dagskrá heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 2.12.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar og vísar málinu til sveitarstjórnar.
Heimastjórn leggur til við sveitarstjórn að óskað verði eftir því að Múlaþing fari með umsjón og rekstur svæðisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 6. fundur - 13.01.2021

Fyrir liggur tillaga að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.

Til máls tóku: Jakob Sigurðsson, Þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, Jakob Sigurðsson, Jódís Skúladóttir, Eyþór Stefánsson, Vilhjálmur Jónsson, Þröstur Jónsson, Jakob Sigurðsson, Elvar Snær Kristjánsson og Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs og gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar og samþykkir hana fyrir sitt leyti.
Sveitarstjórn óskar jafnframt eftir því að Múlaþing fari með umsjón og rekstur svæðisins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Þröstur Jónsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 4. fundur - 01.02.2021

Fyrir liggur tölvupóstur frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs, dagsettur 19.1.2021, um mögulegt fyrirkomulag umsjónar og reksturs hins fyrirhugaða friðlýsta svæðis í sumar og til lengri tíma.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að gerður verði samningur fyrir 2021, eins og undanfarin ár, við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs um landvörslu á Víkum og í Stórurð. Lagt er til að sveitarfélagið og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs hefji umræður um mögulegt samstarf um rekstur og umsjón þess svæðis norðan Dyrfjalla sem nú er í friðlýsingarferli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 8. fundur - 10.02.2021

Fyrir lá tillaga frá heimastjórn Fljótsdalshéraðs varðandi umsýslu friðlýsts verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, Jódís Skúladóttir, Eyþór Stefánsson og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til fyrri bókunar sveitarstjórnar Múlaþings um málið, frá 13. janúar sl., ítrekar sveitarstjórn þá afstöðu að mikilvægt sé að umsýsla svæðisins sé fyrst og fremst í höndum heimafólks. Í því samhengi lýsir sveitarstjórn yfir stuðningi við það að Umhverfisstofnun geri umsjónarsamning við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs um svæðið, en félagið hefur sinnt landvörslu á hluta þess að undanförnu.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að gerður verði samningur, eins og undanfarin ár, við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs um landvörslu í Víkum og í Stórurð, verði friðlýsingu þess svæðis ekki lokið á vordögum.
Þá samþykkir sveitarstjórn að viðkomandi heimastjórnum verði falið að tilnefna fulltrúa í nefndir og ráð og tengiliði við Umhverfisstofnun og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs vegna framangreindra svæða (heimastjórn Fljótsdalshéraðs vegna Stórurðar og Verndarsvæðis norðan Dyrfjalla þegar það hefur verið stofnað og heimastjórn Borgarfjarðar vegna víknanna sunnan Borgarfjarðar).

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 5. fundur - 01.03.2021

Fyrir liggur bókun sveitarstjórnar frá 10.2.2021 þar sem fram kemur að sveitarstjórn lýsir yfir stuðningi við það að Umhverfisstofnun geri umsjónarsamning við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs um svæðið, en félagið hefur sinnt landvörslu á hluta þess að undanförnu.
Einnig að gerður verði samningur, eins og undanfarin ár, við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs um landvörslu í Víkum og í Stórurð, verði friðlýsingu þess svæðis ekki lokið á vordögum.
Þá samþykkti sveitarstjórn að viðkomandi heimastjórnum verði falið að tilnefna fulltrúa í nefndir og ráð og tengiliði við Umhverfisstofnun og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs vegna framangreindra svæða (heimastjórn Fljótsdalshéraðs vegna Stórurðar og Verndarsvæðis norðan Dyrfjalla þegar það hefur verið stofnað og heimastjórn Borgarfjarðar vegna víknanna sunnan Borgarfjarðar).

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 6. fundur - 05.03.2021

Sveitastjórn óskaði á fundi sínum 13.01.21 eftir tilnefningu fulltrúa heimastjórnar Borgarfjarðar í nefndir og ráð og sem tengilið við Umhverfisstofnun og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs vegna víknanna sunnan Borgarfjarðar.
Starfsmanni heimastjórnar falið að afla frekari upplýsinga um málið og að því loknu verður málið tekið fyrir á ný í heimastjórn.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 10. fundur - 21.06.2021

Fyrir liggur til kynningar Greinargerð um framkomnar athugasemdir
um kynningu á tillögu að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 26. fundur - 23.06.2021

Fyrir liggur greinagerð um framkomnar athugasemdir um kynningu á tillögu að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 16. fundur - 06.12.2021

Á fundi sveitarstjórnar 10.2. 2021 var heimastjórnum Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar falið að tilnefna fulltrúa í nefndir og ráð og tengiliði við Umhverfisstofnun og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs vegna framangreindra svæða (heimastjórn Fljótsdalshéraðs vegna Stórurðar og verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og heimastjórn Borgarfjarðar vegna víknanna sunnan Borgarfjarðar).

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að verkefnastjóri umhverfismála hjá sveitarfélaginu verði fulltrúi Múlaþings vegna verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 18. fundur - 06.12.2021

Á fundi sínum 10.febrúar 2021 samþykkti sveitarstjórn að viðkomandi heimastjórnum verði falið að tilnefna fulltrúa í nefndir og ráð og tengiliði við Umhverfisstofnun og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs vegna framangreindra svæða (heimastjórn Fljótsdalshéraðs vegna Stórurðar og Verndarsvæðis norðan Dyrfjalla þegar það hefur verið stofnað og heimastjórn Borgarfjarðar vegna víknanna sunnan Borgarfjarðar).

Tillaga liggur fyrir um að tilnefna Frey Ævarsson, verkefnisstjóra umhverfismála, sem fulltrúa sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 19. fundur - 12.01.2022

Á fundi sveitarstjórnar 10.2. 2021 var heimastjórnum Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar falið að tilnefna fulltrúa í nefndir og ráð og tengiliði við Umhverfisstofnun og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs vegna framangreindra svæða (heimastjórn Fljótsdalshéraðs vegna Stórurðar og verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og heimastjórn Borgarfjarðar vegna víknanna sunnan Borgarfjarðar).

Á fundum heimastjórna Borgarfjarðar og Fljótsdalshéraðs, dags. 06.12.2021, var samþykkt að leggja til að verkefnastjóri umhverfismála hjá sveitarfélaginu verði fulltrúi Múlaþings vegna verkefnisins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu heimastjórna Borgarfjarðar og Fljótsdalshéraðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála Múlaþings, verði tengiliður sveitarfélagsins við Umhverfisstofnun og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs varðandi verkefnið er snýr að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar auk víkna sunnan Borgarfjarðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?