Fara í efni

Erindi frá NAUST til heimastjórna Múlaþings vegna náttúruverndarnefnda

Málsnúmer 202203112

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 20. fundur - 24.03.2022

Fyrir liggur erindi frá Náttúruverndarsamtökum Austurlands, dagsett 8. mars 2022, þar sem óskað er eftir upplýsingum um störf náttúruverndarnefndar Fljótsdalshéraðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni að undirbúa drög að svörum við erindi Náttúruverndarsamtaka Austurlands og leggja fyrir heimastjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 22. fundur - 04.04.2022

Fyrir fundinum lá erindi frá NAUST - Náttúruverndanefnd Seyðisfjarðar þar sem NAUST kallar m.a. eftir upplýsingum um störf náttúruverndarnefndar Seyðisfjarðar sem skipuð er í samræmi við 14. grein laga um náttúruvernd 60/2013.

Heimastjórn Seyðisfjarðar felur starfmanni að undirbúa drög að svörum við erindi Náttúruverndarsamtaka Austurland í samvinnu við skrifstofustjóra Múlaþings og leggja fyrir heimastjórn.

Heimastjórn Djúpavogs - 25. fundur - 04.04.2022

Fyrir liggur erindi frá Náttúruverndarsamtökum Austurlands, dagsett 8. mars 2022, þar sem óskað er eftir upplýsingum um störf Náttúruverndarnefndar Djúpavogs.

Heimastjórn Djúpavogs þakkar NAUST erindið og samþykkir að fela starfsmanni að undirbúa drög að svörum við erindi Náttúruverndarsamtaka Austurlands og leggja fyrir heimastjórn.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 22. fundur - 06.04.2022

Fyrir fundinum lá erindi frá NAUST - Náttúruverndanefnd Borgarfjarðar þar sem NAUST kallar m.a. eftir upplýsingum um störf náttúruverndarnefndar Borgarfjarðar sem skipuð er í samræmi við 14. grein laga um náttúruvernd nr.60/2013.Heimastjórn Borgarfjarðar felur starfmanni að undirbúa drög að svörum við erindi Náttúruverndarsamtaka Austurland í samvinnu við skrifstofustjóra Múlaþings og leggja fyrir heimastjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 22. fundur - 09.05.2022

Fyrir liggur erindi frá Náttúruverndarsamtökum Austurlands, dagsett 8. mars 2022, þar sem óskað er eftir upplýsingum um störf náttúruverndarnefndar Fljótsdalshéraðs.
Málið var áður á dagskrá heimastjórnar 24.3. 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni heimastjórnar að senda fyrirliggjandi svör til Náttúruverndarsamtaka Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 29. fundur - 12.09.2022

Heimastjórn felur starfsmanni heimastjórnar að svara erindi NAUST.
Getum við bætt efni þessarar síðu?