Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

33. fundur 05. janúar 2023 kl. 10:00 - 11:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra
Í upphafi fundar var borin upp tillaga um að bæta liðum 5 og 6 við dagskrá fundarins og var það samþykkt samhljóða.
Guðný Lára Guðrúnardóttir tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

1.Eimskip á Djúpavogi

Málsnúmer 202212155Vakta málsnúmer

Davíð Þór Sigurðsson svæðisstjóri Eimskips á Austurlandi gerði grein fyrir starfsemi fyrirtækisins á svæðinu og svaraði spurningum.
Heimastjórn fagnar því frumkvæði sem fyrirtækið sýnir með heimsókninni og þakkar svæðisstjóranum greinargóða yfirferð.

Gestir

  • Davíð Þór Sigurðsson - mæting: 10:00

2.Húsnæðisáætlun Múlaþings, endurskoðun fyrir 2023

Málsnúmer 202210141Vakta málsnúmer

Frestað

3.Cittaslow

Málsnúmer 202203219Vakta málsnúmer

Fundargerð 1. fundar samráðshóps um Cittaslow á Djúpavogi lögð fram til kynningar.

Heimastjórn fagnar því að samráðshópurinn hefur tekið til starfa og hlakkar til samstarfs við hann í framtíðinni.

Samþykkt samhljóða

4.Starfsemi á Teigarhorni

Málsnúmer 202101060Vakta málsnúmer

Á fundi heimastjórnar 8. desember 2022 var starfsmanni falið að vinna að uppfærslu og endurnýjun á samningi um umsjón og rekstur fólkvangsins á Teigarhorni. Fyrir fundinum liggja drög að uppfærðum samningi. Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög.

Samþykkt samhljóða

5.Verkefni heimastjórna

Málsnúmer 202201048Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja hugmyndir um framtíðarstefnumótun og aðgerðaáætlun vegna yfirstandandi árs.

Heimastjórn á Djúpavogi er sammála um að hefja vinnu við stefnumótun til lengri tíma og sérstaka aðgerðaáætlun vegna 2023 á svæðinu og stefnir að staðfestingu á hvoru tveggja á næsta fundi heimastjórnar í febrúar.

Samþykkt samhljóða

6.Þjóðvegur 1 í Skriðdal og vegur um Öxi.

Málsnúmer 201602103Vakta málsnúmer

Í ljósi nýjustu fregna harmar heimastjórn áætlaða frestun Axarvegar sem Vegagerðin hefur boðað og leggur áherslu á að umræðu og vinnu við Axarveg verði haldið áfram af krafti þar sem hönnun er á lokametrunum.

7.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Snjómokstur innanbæjar og til sveita: Kort vegna vetrarþjónustu gatna á Djúpavogi er nú aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins. Unnið er að sambærilegu korti varðandi göngustíga. Einnig er unnið að kortlagningu og samræmingu á vetrarþjónustu til sveita í Múlaþingi sem vonast er til að ljúki fljótlega.

Heimsókn umhverfisfulltrúa: Gert er ráð fyrir að Margrét Ólöf Sveinsdótir verkefnastjóri umhverfismála verði gestur á næsta fundi heimastjórnar. Þar mun hún fara yfir og kynna starfssvið sitt og svara spurningum.

Ljósleiðari og þriggja fasa rafmagn: Áfram er unnið að ljósleiðaramálum og þriggjafasa rafmagni í dreifbýlinu. Sveitarstjóri mun funda með yfirstjórn Rarik vegna þess mjög fljótlega.

Eyjaland: Ekki náðist að hefja framkvæmdir við Eyjaland fyrir áramótin. Stefnt er að því að hefjast handa þegar aðstæður leyfa.

Verndarsvæði í byggð: Stefnt er að því að boða til opins fundar á Djúpavogi um verndarsvæði í byggð í febrúar.

Starfsmannamál: Nökkvi Fannar Sigrúnarson hefur verið ráðinn verkstjóri í þjónustumiðstöðinni á Djúpavogi. Hann hefur störf um miðjan febrúar.

Snorrasjóður: Úthlutað hefur verið úr Snorrasjóð. Davíð Örn Sigurðarson hlaut námsstyrkinn að þessu sinni en hann stundar nám í rafvirkjun við Fjölbrautarskólann í Breiðholti.

Axarvegur: Stefnt er að því að fulltrúi heimastjórnar eigi fund með yfirstjórn Vegagerðarinnar og sveitarstjóra Múlaþings fljótlega þar sem farið verður yfir m.a. vetrarþjónustu og stöðu mála varðandi framkvæmdir á heilsársvegi yfir Öxi.

Salernismál: Þessa dagana er unnið að undirbúningi vegna salernisaðstöðu í Sætúni. Einnig er unnið að lausn á salernismálum í og við Kjörbúðina í samstarfi við Samkaup.

Faktorshúsið: Auglýst verður eftir samstarfsaðilum vegna uppbyggingar hússins fljótlega.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?