Fara í efni

Hafrafell-Merkjadalur Deiliskipulag

Málsnúmer 202103163

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 18. fundur - 07.04.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur lýsing nýrrar deiliskipulagsáætlunar í landi Hafrafells á Fljótsdalshéraðs. Lýsingin er í samræmi við gildandi aðalskipulag svæðisins þar sem fram kemur að heimilt sé að gera deiliskipulag fyrir allt að 10 frístundahús í landi Hafrafells.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi lýsing hljóti kynningu í samræmi við ákvæði 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 7. fundur - 12.04.2021

Fyrir liggur lýsing nýrrar deiliskipulagsáætlunar í landi Hafrafells á Fljótsdalshéraði. Lýsingin er í samræmi við gildandi aðalskipulag svæðisins þar sem fram kemur að heimilt sé að gera deiliskipulag fyrir allt að 10 frístundahús í landi Hafrafells.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 7.4. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi lýsing hljóti kynningu í samræmi við ákvæði 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis -og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 46. fundur - 16.02.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga vegna nýs deiliskipulags fyrir frístundabyggð í landi Hafrafells 1 í Fellum. Lögð er fram greinargerð ásamt skipulagsuppdrætti, dagsett 19. janúar 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagsgögn verði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 68. fundur - 14.11.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga nýs deiliskipulags fyrir frístundabyggð við Merkjadal í landi Hafrafells 1. Skipulagið er sett fram í greinargerð og á uppdrætti, dagsett 26. október 2022. Vinnslutillaga skipulagsins var kynnt 24. febrúar með athugasemdafresti til 11. mars 2022. Engar athugasemdir bárust frá almenningi en umsagnir opinberra aðila liggja fyrir ráðinu auk samantektar með viðbrögðum við þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur að ekki hafi verið brugðist við athugasemdum Vegagerðarinnar með fullnægjandi hætti í fyrirliggjandi skipulagstillögu. Ráðið kallar eftir því að málsaðili vinni með Vegagerðinni að ásættanlegri lausn með tilliti til öryggis. Málið verður tekið fyrir að nýju þegar hún liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 110. fundur - 04.03.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga til auglýsingar nýs deiliskipulags vegna frístundabyggðar fyrir 10 lóðir: Merkjadalur í landi Hafrafells 1. Brugðist hefur verið við athugasemdum sem bárust við kynningu vinnslutillögu í fyrirliggjandi gögnum. Jafnframt liggur fyrir ný umsögn Vegagerðarinnar og viðbrögð málsaðila við þeirri umsögn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fellst ekki á þá vegtengingu við þjóðveg 1 sem tilgreind er í skipulagstillögunni, með tilliti til öryggissjónarmiða enda sé slysatíðni á þessum vegkafla þekkt. Ráðið leggur til að skoðað verði með tengingu frá Hafrafellsvegi.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 113. fundur - 15.04.2024

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur erindi frá málsaðila varðandi staðsetningu nýrrar vegtengingar í nýju deiliskipulagi frístundabyggðar við Merkjadal. Málsaðila hugnast ekki sú staðsetning sem ráðið lagði til á fundi 4. mars sl. að yrði skoðuð við frágang skipulagstillögu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð stendur við fyrri bókun sína sem samþykkt var á 110. fundi og getur ekki fallist á að gert sé ráð fyrir umræddri vegtengingu í deiliskipulagstillögunni, með tilliti til öryggissjónarmiða.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 122. fundur - 08.07.2024

Fyrir liggur tölvupóstur frá skipulagsráðgjafa, fyrir hönd landeiganda Hafrafells 1 (L156999), þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið fari fram á við Vegagerðina að umfangsmeta þær aðgerðir sem þörf er á til þess að vegtenging við hringveg, norðan Selhöfða, verði heimiluð.
Jafnframt liggur fyrir erindi frá landeigendum Ekkjufells 5 (L199757) þar sem sjónarmið þeirra eru sett fram ásamt ósk um að umhverfis- og framkvæmdaráð endurskoði fyrri afstöðu sína til vegtengingar á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð stendur við fyrri afgreiðslu málsins og ítrekar afstöðu sína sem byggir meðal annars á umsögnum Vegagerðarinnar við deiliskipulagstillögu vegna frístundabyggðar í landi Hafrafells 1.
Sú vegtenging sem lögð er til í skipulagstillögunni er ekki æskileg með tilliti til aðstæðna og öryggis vegfarenda eins og fram kemur í mati Vegagerðarinnar þar sem segir að tengingin sé í krappri beygju við syðri enda Urriðavatns. Á þessum stað er aukin hætta á staðbundinni ísingu vegna raka sem getur valdið mikilli hálku á afmörkuðu svæði við fyrirhuguð gatnamót sem gerir þau varasamari en vegamót almennt.
Ráðið getur því ekki fallist á vegtengingu á þessum stað með vísan í umsagnir Vegagerðarinnar og telur æskilegra að tenging að svæðinu verði um Hafrafellsveg eins og Vegagerðin hefur bent á.
Umhverfis- og framkvæmdaráð fer þess á leit við Vegagerðina að skoðaður verði sá möguleiki að hraði verði tekinn niður á þessu svæði með það að markmiði að auka umferðaröryggi á svæðinu.

Ráðið beinir því til landeigenda Ekkjufells 5 að leita til Vegagerðarinnar um það mat sitt að hún hafi ekki uppfyllt ákvæði 1. mgr. 31. gr. Vegalaga nr. 80/2007 og tryggt þeim aðgengi að landareign sinni.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?