Fara í efni

Hafrafell-Merkjadalur Deiliskipulag

Málsnúmer 202103163

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 18. fundur - 07.04.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur lýsing nýrrar deiliskipulagsáætlunar í landi Hafrafells á Fljótsdalshéraðs. Lýsingin er í samræmi við gildandi aðalskipulag svæðisins þar sem fram kemur að heimilt sé að gera deiliskipulag fyrir allt að 10 frístundahús í landi Hafrafells.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi lýsing hljóti kynningu í samræmi við ákvæði 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 7. fundur - 12.04.2021

Fyrir liggur lýsing nýrrar deiliskipulagsáætlunar í landi Hafrafells á Fljótsdalshéraði. Lýsingin er í samræmi við gildandi aðalskipulag svæðisins þar sem fram kemur að heimilt sé að gera deiliskipulag fyrir allt að 10 frístundahús í landi Hafrafells.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 7.4. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi lýsing hljóti kynningu í samræmi við ákvæði 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis -og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 46. fundur - 16.02.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga vegna nýs deiliskipulags fyrir frístundabyggð í landi Hafrafells 1 í Fellum. Lögð er fram greinargerð ásamt skipulagsuppdrætti, dagsett 19. janúar 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagsgögn verði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?