Fara í efni

Deiliskipulag, Egilsstaðir, Hreinsivirki við Melshorn

Málsnúmer 202109120

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 33. fundur - 29.09.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá HEF Veitum ehf. um heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð undir hreinsivirki við Melshorn á Egilsstöðum. Jafnframt liggur fyrir skipulagsuppdráttur dags. 30. ágúst 2021 og greinagerð dags. 17. september 2021. Markmið skipulagsins er m.a. að gera grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum við hreinsistöðina og draga fram skýra skilmála um lóðina og landnotkun vegna starfsemi á henni. Tillagan er í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila HEF veitum gerð deiliskipulags fyrir lóð fyrirtækisins við Melshorn sbr. 2. ml. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt samþykkir ráðið, með vísan til 2. ml. 3. mgr. 40. gr. sömu laga, að falla frá gerð lýsingar fyrir nýtt deiliskipulag þar sem allar meginforsendur þess liggja fyrir í aðalskipulagi. Ráðið samþykkir að fyrirliggjandi skipulagsuppdráttur verði kynntur sem vinnslutillaga sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 14. fundur - 04.10.2021

Fyrir liggur umsókn frá HEF Veitum ehf. um heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð undir hreinsivirki við Melshorn á Egilsstöðum. Jafnframt liggur fyrir skipulagsuppdráttur dags. 30. ágúst 2021 og greinagerð dags. 17. september 2021. Markmið skipulagsins er m.a. að gera grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum við hreinsistöðina og draga fram skýra skilmála um lóðina og landnotkun vegna starfsemi á henni. Tillagan er í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 29.9. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila HEF veitum gerð deiliskipulags fyrir lóð fyrirtækisins við Melshorn sbr. 2. ml. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt samþykkir ráðið, með vísan til 2. ml. 3. mgr. 40. gr. sömu laga, að falla frá gerð lýsingar fyrir nýtt deiliskipulag þar sem allar meginforsendur þess liggja fyrir í aðalskipulagi. Ráðið samþykkir að fyrirliggjandi skipulagsuppdráttur verði kynntur sem vinnslutillaga sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til við sveitarstjórn að í ljósi þess að forsendur hafa breyst frá því gildandi aðalaskipulag var gert fyrir svæðið, að staðarval hreinsivirkis við Melshorn verði endurskoðað með tilliti til nálægðar við íbúabyggð, mögulega lyktarmengun, þróun byggðar og samgangna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 16. fundur - 13.10.2021

Fyrir lá bókun frá fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 04.10.2021, þar sem lagt er til við sveitarstjórn að staðarval fyrirhugaðs hreinsivirkis við Melshorn verði endurskoðað með tilliti til nálægðar við íbúðabyggð.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson,Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn,Þröstu Jónsson og Vilhjálmur Jónsson sem svaraði fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til gildandi aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem gert er ráð fyrir skólphreinsivirki við Melshorn auk umsagnar Umhverfisstofnunar, dags. 03.01.2019, þar sem fram kemur að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til af hafa umtalsverð umhverfisáhrif er það mat sveitarstjórnar Múlaþings að ekki sé um að ræða forsendubreytingar frá því er fram kemur í gildandi aðalskipulagi. Sveitarstjórn Múlaþings sér því ekki ástæðu til að ráðist verði í endurskoðun á staðarvali hreinsivirkis við Melshorn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 35. fundur - 20.10.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja bókanir heimastjórnar Fljótsdalshéraðs og sveitastjórnar Múlaþings varðandi nýtt deiliskipulag fyrir hreinsivirki við Melshorn á Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá ráðsins þann 29. sept sl.

Málið er áfram í vinnslu hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 15. fundur - 01.11.2021

Málið var síðast á dagskrá heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, 04.10.2021, þar sem lagt var til við sveitarstjórn að staðarval fyrirhugaðs hreinsivirkis við Melshorn verði endurskoðað m.a. með tilliti til nálægðar við íbúðabyggð.

Eftirfarandi var bókað á fundi sveitarstjórnar 13.10. 2021:
Með vísan til gildandi aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem gert er ráð fyrir skólphreinsivirki við Melshorn auk umsagnar Umhverfisstofnunar, dags. 03.01.2019, þar sem fram kemur að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til af hafa umtalsverð umhverfisáhrif er það mat sveitarstjórnar Múlaþings að ekki sé um að ræða forsendubreytingar frá því er fram kemur í gildandi aðalskipulagi. Sveitarstjórn Múlaþings sér því ekki ástæðu til að ráðist verði í endurskoðun á staðarvali hreinsivirkis við Melshorn.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 29.9. 2021 um að heimila HEF veitum gerð deiliskipulags fyrir lóð fyrirtækisins við Melshorn sbr. 2. ml. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt, með vísan til 2. ml. 3. mgr. 40. gr. sömu laga, að falla frá gerð lýsingar fyrir nýtt deiliskipulag þar sem allar meginforsendur þess liggja fyrir í aðalskipulagi. Heimastjórn samþykkir að fyrirliggjandi skipulagsuppdráttur verði kynntur sem vinnslutillaga sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 53. fundur - 27.04.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga til auglýsingar fyrir nýtt deiliskipulag við Melshorn á Egilsstöðum vegna uppsetningar á hreinsivirki. Vinnslutillaga var kynnt frá 10.-26. nóvember 2021 og liggur fyrir samantekt á athugasemdum og umsögnum sem bárust á kynningartíma. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 22. fundur - 09.05.2022

Fyrir liggur tillaga til auglýsingar fyrir nýtt deiliskipulag við Melshorn á Egilsstöðum vegna uppsetningar á hreinsivirki. Vinnslutillaga var kynnt frá 10.-26. nóvember 2021 og liggur fyrir samantekt á athugasemdum og umsögnum sem bárust á kynningartíma.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 27.4. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 58. fundur - 05.07.2022

Undir þessum lið vakti formaður athygli á mögulegu vanhæfi Sveins Jónssonar, áheyrnarfulltrúa M-lista. Tillagan var borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða.
Þórhallur Borgarsson, D-lista, vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu og var tillaga þess efnis borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða.

Sveinn og Þórhallur véku af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.


Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju tillaga nýs deiliskipulags fyrir hreinsivirki við Melshorn á Egilsstöðum. Tillagan var auglýst frá 19. maí til 30. júní 2022 og barst ein athugasemd sem liggur fyrir ráðinu að fjalla um. Jafnframt er lögð fram umsögn Vegagerðarinnar dagsett 2. maí 2022. Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar og felur skipulagsfulltrúa að taka saman drög að umsögn um athugasemd við deiliskipulagið og athugasemd sem kemur fram í umsögn Vegagerðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 85. fundur - 22.05.2023

Undir þessum lið vakti Þórhallur Borgarsson, D-lista, athygli á mögulegu vanhæfi sínu og var tillaga þess efnis borin upp til atkvæða. Tillagan var felld með 6 atkvæðum.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að umsögn um athugasemdir sem bárust við auglýsingu deiliskipulagstillögu hreinsivirkis við Melshorn á Egilsstöðum.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur fjallað um athugasemdir sem bárust við auglýsingu deiliskipulagstillögu fyrir skólphreinsivirki við Melshorn, annars vegar frá Sveini Jónssyni og hins vegar frá Vegagerðinni.

Ráðið telur að með ákvörðun sveitarstjórnar Múlaþings um að gera breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 sem gerir ráð fyrir að stofnbraut frá Fjarðarheiðargöngum verði lögð um svokallaða „Suðurleið“ sunnan við þéttbýlið og jafnframt að fella út vegtengingu stofnvegar um Melshorn, eigi efni athugasemdanna varðandi veghelgunarsvæði ekki lengur við.

Hvað varðar vatnsverndarsvæði þá er það atriði sem á eftir að laga með því að uppfæra uppdrætti og fella það út af uppdráttum fyrir svæðið þar sem vatnstaka fyrir vatnsveituna er nú á öðrum stað. Leiðréttingin kemur væntanlega inn í nýtt aðalskipulag Múlaþings sem er í undirbúningi.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu ásamt umsögn um athugasemdir. Málinu vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 36. fundur - 08.06.2023

Fyrir liggja drög að umsögn um athugasemdir sem bárust við auglýsingu deiliskipulagstillögu hreinsivirkis við Melshorn á Egilsstöðum.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 22.5. 2023 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur fjallað um athugasemdir sem bárust við auglýsingu deiliskipulagstillögu fyrir skólphreinsivirki við Melshorn, annars vegar frá Sveini Jónssyni og hins vegar frá Vegagerðinni.

Ráðið telur að með ákvörðun sveitarstjórnar Múlaþings um að gera breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 sem gerir ráð fyrir að stofnbraut frá Fjarðarheiðargöngum verði lögð um svokallaða Suðurleið sunnan við þéttbýlið og jafnframt að fella út vegtengingu stofnvegar um Melshorn, eigi efni athugasemdanna varðandi veghelgunarsvæði ekki lengur við.

Hvað varðar vatnsverndarsvæði þá er það atriði sem á eftir að laga með því að uppfæra uppdrætti og fella það út af uppdráttum fyrir svæðið þar sem vatnstaka fyrir vatnsveituna er nú á öðrum stað. Leiðréttingin kemur væntanlega inn í nýtt aðalskipulag Múlaþings sem er í undirbúningi.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu ásamt umsögn um athugasemdir. Málinu vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs og samþykkir umsögn um athugasemdir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?