Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, Efnisnáma, Ketilsstaðir 2

Málsnúmer 202210120

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 67. fundur - 24.10.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn, dagsett 19. október 2022, um að efnisnáma við Kiðueyri í Grímsá í landi Ketilsstaða 2 verði færð inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem umbeðnu efnistökusvæði verði bætt inn á skipulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 29. fundur - 09.11.2022

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 24.10.2022, þar sem því er beint til sveitarstjórnar Múlaþings að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshérað 2008-2028 þar sem efnisnámu verði bætt inn á skipulag.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir þá tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs að efnisnáma við Kiðueyri í Grímsá í landi Ketilsstaða 2 verði færð inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Skipulagsfulltrúa falið að láta vinna breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 84. fundur - 15.05.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsögn Hafrannsóknarstofnunar vegna fyrirhugaðrar vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem efnisnáma við Grímsá í landi Ketilsstaða 2 (L157536) verður færð inn á skipulag. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til áframhaldandi málsmeðferðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem geri ráð fyrir efnisvinnslu við Grímsá í landi Ketilsstaða 2. Við vinnslu tillögunnar verði tekið tillit til umsagnar Hafrannsóknarstofnunar með það að markmiði að lágmarka neikvæð áhrif efnisvinnslu á lífríki árinnar.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 86. fundur - 05.06.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni frá málsaðila þess efnis að sveitarfélagið standi straum af kostnaði við aðalskipulagsbreytingu vegna efnistöku úr Kiðueyri í Grímsá, sem ráðið samþykkti á fundi sínum 15. maí sl. Jafnframt er óskað eftir útgáfu bráðabirgðaleyfis fyrir efnistöku upp á 15.000 m3 þar til skipulagsbreyting hefur tekið gildi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fellst ekki á að standa straum af kostnaði við skipulagsbreytingu enda er það á höndum málsaðila að greiða þann kostnað. Ráðið telur sig ekki hafa heimild til útgáfu bráðabirgðaleyfis vegna efnistöku fyrr en skipulagsbreyting hefur tekið gildi.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 89. fundur - 03.07.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulags- og matslýsing, auk vinnslutillögu, dags. 19. júní 2023 fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna námu á Kiðueyri í landi Ketilsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagsgögn og felur skipulagsfulltrúa að kynna þau í samræmi við 1. og 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 38. fundur - 10.08.2023

Fyrir liggur skipulags- og matslýsing, auk vinnslutillögu, dags. 19. júní 2023 fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna námu á Kiðueyri í landi Ketilsstaða. Einnig liggur fyrir ósk um umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem náttúrurverndarnefndar, frá umhverfis- og framkvæmdasviði.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni að senda umsögn heimastjórnar til skipulagsfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 95. fundur - 25.09.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir sem bárust á kynningartíma sameiginlegrar skipulags- og matslýsingar auk vinnslutillögu vegna breytinga á Aðaskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna námu á Kiðueyri í landi Ketilsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði falið að láta uppfæra skipulagstillögu í samræmi við umræður á fundinum þar sem tekið er tillit til atriða í fyrirliggjandi umsögnum.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 97. fundur - 16.10.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga til auglýsingar vegna breytinga á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna námu á Kiðueyri í landi Ketilsstaða 2.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 40. fundur - 18.10.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16.10. 2023, um auglýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna námu á Kiðueyri í landi Ketilsstaða 2.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi skipulagstillögu um breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna námu á Kiðueyri í landi Ketilsstaða 2 og að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 108. fundur - 19.02.2024

Tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna efnistöku á Kiðueyri var auglýst 24.11.2023 til 11.01.2024. Athugasemdir bárust frá nokkrum aðilum og eru meginatriði þeirra tekin saman í fyrirliggjandi minnisblaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsagnir um athugasemdir og felur skipulagsfulltrúa að láta uppfæra skipulagstillögu til samræmis við þær. Skipulagstillögunni er vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 46. fundur - 13.03.2024

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 19.02.2024, varðandi aðalskipulagsbreytingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir fyrirliggjandi tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna efnistöku á Kiðueyri í samræmi við 32. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi drög að umsögnum um athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar og felur skipulagsfulltrúa að koma þeim á framfæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?