Fara í efni

Ágangur búfjár á heimalöndum

Málsnúmer 202307027

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 90. fundur - 11.07.2023

Fyrir liggja tillögur að verklagsreglum varðandi ágang búfjár á heimalöndum. Tillögurnar eru unnar af Aroni Thorarensen, lögfræðingi og verkefnisstjóra, Margréti Ólöfu Sveinsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála og Óðni Gunnari Óðinssyni skrifstofustjóra. Einnig liggur fyrir erindi frá Bændasamtökum Íslands varðandi lausagöngu/ágang búfjár.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögum, auk erindis Bændasamtakanna, varðandi ágang búfjár í heimalöndum til umsagnar og upplýsingar hjá heimastjórnum. Málið verður tekið til afgreiðslu í byggðaráði er umsagnir heimastjórna liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 37. fundur - 09.08.2023

Fyrir liggja tillögur að verklagsreglum varðandi ágang búfjár á heimalöndum auk erindis frá Bændasamtökum Íslands varðandi lausagöngu/ágang búfjár sem vísað var til heimastjórnar til umsagnar og upplýsingar af byggðaráði 11. júlí sl.

Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir ekki athugasemdir við framlagðar tillögur að verklagsreglum varðandi ágang búfjár á heimalöndum. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 40. fundur - 10.08.2023

Fyrir fundinum lágu tillögur að verklagsreglum varðandi ágang búfjár á heimalöndum, unnar af Aroni Thorarensen, lögfræðingi og verkefnisstjóra, Margréti Ólöfu Sveinsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála og Óðni Gunnari Óðinssyni skrifstofustjóra. Einnig liggur fyrir erindi frá Bændasamtökum Íslands varðandi lausagöngu/ágang búfjár. Hvoru tveggja var vísað til heimastjórnar til umsagnar og upplýsingar af byggðaráði 11. júlí sl.

Heimastjórn á Djúpavogi leggur til að liðir 4 og 5 verði teknir út því ekki sé ástæða til aðkomu hennar að þeim, auk þess sem þeir lengja málsmeðferðartíma að óþörfu. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 38. fundur - 10.08.2023

Fyrir liggja tillögur að verklagsreglum varðandi ágang búfjár á heimalöndum. Tillögurnar eru unnar af Aroni Thorarensen, lögfræðingi og verkefnisstjóra, Margréti Ólöfu Sveinsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála og Óðni Gunnari Óðinssyni skrifstofustjóra. Einnig liggur fyrir erindi frá Bændasamtökum Íslands varðandi lausagöngu/ágang búfjár sem og önnur gögn er varða málið.

Á fundi byggðaráðs 11.7. 2023 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögum, auk erindis Bændasamtakanna, varðandi ágang búfjár í heimalöndum til umsagnar og upplýsingar hjá heimastjórnum. Málið verður tekið til afgreiðslu í byggðaráði er umsagnir heimastjórna liggja fyrir.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að öðru leyti en því að mikilvægt er að verklagssreglur sem settar kunna að verða séu skýrar og framkvæmdar af starfsfólki sveitarfélagsins án aðkomu nefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 38. fundur - 15.08.2023

Fyrir liggja tillögur að verklagsreglum varðandi ágang búfjár á heimalöndum. Tillögurnar eru unnar af Aroni Thorarensen, lögfræðingi og verkefnisstjóra, Margréti Ólöfu Sveinsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála og Óðni Gunnari Óðinssyni skrifstofustjóra. Einnig liggur fyrir erindi frá Bændasamtökum Íslands varðandi lausagöngu/ágang búfjár sem og önnur gögn er varða málið.

Á fundi byggðaráðs 11.7. 2023 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögum, auk erindis Bændasamtakanna, varðandi ágang búfjár í heimalöndum til umsagnar og upplýsingar hjá heimastjórnum. Málið verður tekið til afgreiðslu í byggðaráði er umsagnir heimastjórna liggja fyrir.

Heimastjórn Borgarfjarðar gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög. Heimastjórn vill þó taka fram að til þess að gera starfsfólki kleift að framfylgja reglum án aðkomu nefndar, í málum sem viðbúið er að verði umdeild, þurfa reglurnar að vera skýrar. Í vandmeðfarnari málum gæti aðkoma nefnda verið æskileg.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 92. fundur - 22.08.2023

Fyrir liggja umsagnir heimastjórna við tillögum að verklagsreglum varðandi ágang búfjár á heimalöndum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur skrifstofustjóra að láta yfirfara og uppfæra tillögur að verklagsreglum varðandi ágang búfjár í heimalöndum með hliðsjón af umsögnum heimastjórna. Þar sem mikil réttaróvissa er í tengslum við túlkun laga nr. 38/2013 um búfjárhald og laga nr. 6/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl. telur byggðaráð rétt að bíða með að virkja umræddar verklagsreglur þar til leiðbeinandi álit verður gefið út af stjórnvöldum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?