Fara í efni

Samfélagsverkefni heimastjórna 2024

Málsnúmer 202401014

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 106. fundur - 29.01.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um útfærslu á samfélagsverkefnum heimastjórna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir hugmyndum heimastjórna að samfélagsverkefnum í samræmi við fjárhagsáætlun og umræður á fundinum og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að fylgja málinu eftir til formanna heimastjórna.
Skipting fjármuna verður óbreytt frá fyrra ári þegar heimastjórnir Borgarfjarðar, Djúpavogs og Seyðisfjarðar fengu 2 milljónir hver til umráða og heimastjórn Fljótsdalshéraðs 4 milljónir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 44. fundur - 01.02.2024

Fyrir liggur bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 29. janúar:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir hugmyndum heimastjórna að samfélagsverkefnum í samræmi við fjárhagsáætlun og umræður á fundinum og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að fylgja málinu eftir til formanna heimastjórna.

Skipting fjármuna verður óbreytt frá fyrra ári þegar heimastjórnir Borgarfjarðar, Djúpavogs og Seyðisfjarðar fengu 2 milljónir hver til umráða og heimastjórn Fljótsdalshéraðs 4 milljónir.

Heimastjórn auglýsir hér með eftir tillögum íbúa að verkefnum og mun jafnframt óska eftir þeim á samfélagsmiðlum. Tillögum að verkefnum skal skila á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða bréfleiðis á Hreppsstofu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 43. fundur - 08.02.2024

Fyrir fundinum liggur bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 29. janúar um samfélagsverkefni heimastjórna 2024.

"Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir hugmyndum heimastjórna að samfélagsverkefnum í samræmi við fjárhagsáætlun og umræður á fundinum og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að fylgja málinu eftir til formanna heimastjórna. Skipting fjármuna verður óbreytt frá fyrra ári þegar heimastjórnir Borgarfjarðar, Djúpavogs og Seyðisfjarðar fengu 2 milljónir hver til umráða og heimastjórn Fljótsdalshéraðs 4 milljónir."

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn lýsir ánægju með verkefnið og mun taka málið upp aftur á næsta fundi. Fram að því mun heimastjórn kalla eftir hugmyndum íbúa um heppileg verkefni. Hugmyndin snýr að minni framkvæmdaverkefnum á umhverfis- og skipulagssviði t.d. setja upp bekki, gera göngustíga, skreytingar, leiktæki o.þ.h. Senda má hugmyndir inn á heimasíðu Múlaþings eða skila hugmyndum bréfleiðis á skrifstofu Múlaþings á Seyðisfirði, bt. fulltrúi sveitarstjóra fyrir 28. febrúar nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 46. fundur - 08.02.2024

Fyrir fundinum lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 29. janúar um samfélagsverkefni heimastjórna 2024.

"Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir hugmyndum heimastjórna að samfélagsverkefnum í samræmi við fjárhagsáætlun og umræður á fundinum og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að fylgja málinu eftir til formanna heimastjórna. Skipting fjármuna verður óbreytt frá fyrra ári þegar heimastjórnir Borgarfjarðar, Djúpavogs og Seyðisfjarðar fengu 2 milljónir hver til umráða og heimastjórn Fljótsdalshéraðs 4 milljónir."

Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Fram að þeim tíma eru íbúar hvattir til að koma hugmyndum sínum á framfæri á heimasíðu sveitarfélagsins, við fulltrúa í heimastjórn beint eða fulltrúa sveitarstjóra.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 43. fundur - 08.02.2024

Fyrir liggur bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs dagsett 29. janúar 2024 um samfélagsverkefni heimastjórna 2024. Þar kemur m.a. fram að heimastjórn Fljótsdalshéraðs hefur kr. 4 milljónir til sérstakra samfélagsverkefna á árinu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs hvetur íbúa til að senda tillögur að verkefnum en upplýsingar um það má finna á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem einnig er hægt að senda inn hugmyndir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 47. fundur - 06.03.2024

Eftirtaldar hugmyndir að samfélagsverkefnum bárust:
Hundasvæði á Djúpavogi
Aparóla við leiksvæðið í Blá
Minnismerki um sjómenn
Jógapallur á Brennikletti
Minnismerki "Að Breyta Fjalli"
Samfélagsgrillaðstaða á Djúpavogi
Leikskólahænur í Bjarkartúni
Bambagróðurhús við leikskólann Bjarkartún
Bætt aðgengi að Hálsaskógi

Starfsmanni falið að meta og kostnaðargreina nokkrar tillögur í samstarfi við Umhverfis- og framkvæmdasvið, í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 44. fundur - 07.03.2024

Heimastjórn þakkar fyrir innsendar tillögur sem voru mjög fjölbreyttar og skemmtilegar. Heimastjórn tók tillögurnar til umræðu og er formanni og starfsmanni falið að kanna forsendur verkefna og kostnaðargreina í samræmi við umræður á fundinum.

Málið áfram í vinnslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 44. fundur - 07.03.2024

Fyrir liggja 17 hugmyndir að samfélagsverkefnum á Fljótsdalshéraði, frá íbúum sveitarfélagsins, en frestur til að skila inn slíkum hugmyndum var til 28.2.2024.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni að kostnaðarmeta hugmyndirnar sem verða svo teknar fyrir á næsta fundi heimastjórnar til ákvörðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 45. fundur - 04.04.2024

Heimastjórn Seyðisfjarðar þakka innsendar hugmyndir. Erindi sem bárust snéru að: uppbyggingu og lagfæringu á útikennslustofu, gerð minningarreitar um snjóflóðið árið 1885, setja aðra tegund undirlags í stað sands á leiksvæði, setja upp útihljóðfæri á leiksvæði, gerð selavinjar í lóninu, uppsetningu á nytjamarkaði, bæta lýsingu á göngustíg, uppsetningu á vatnsbrunni við leiksvæði og uppsetningu skautasvells.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn hefur valið verkefni ársins og felur starfsmanni og framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna áfram að kostnaðarmati við að setja aðra tegund undirlags á leikvöllinn og uppsetningu á vatnsbrunni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 48. fundur - 04.04.2024

Heimastjórn fór yfir kostnaðarmat á nokkrum innsendum hugmyndum og fól starfsmanni að ganga frá kaupum á "aparólu" til uppsetningar á leiksvæðinu í Blánni.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 45. fundur - 04.04.2024

Fyrir liggja 17 hugmyndir að samfélagsverkefnum á Fljótsdalshéraði, frá íbúum sveitarfélagsins, en frestur til að skila inn slíkum hugmyndum var til 28.2.2024. Einnig liggur fyrir tillaga að vali verkefna og tilvísun verkefna til deilda sveitarfélagsins. Málið var áður á dagskrá síðasta fundar heimastjórnar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni að ganga frá tillögunni í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 46. fundur - 11.04.2024

Múlaþing auglýsti eftir tillögum að samfélagsverkefnum heimastjórna og var frestur til að skila inn slíkum hugmyndum til 28.2.2024. Þrjár tillögur bárust er snéru allar að leiktækjum fyrir eldri börn.

Heimastjórn Borgarfjarðar þakkar innsendar tillögur og líst vel á að fjölga leiktækjum kringum Grunnskóla/Fjarðarborg. Starfsmanni falið að koma tillögum í farveg.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 116. fundur - 06.05.2024

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs hefur vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs að taka til umfjöllunar hugmynd, sem send var inn af tilefni samfélagsverkefni heimastjórna, um stofnun almenningsgarðs/skrúðgarðs í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið en telur ekki forsendur til að taka lóðina við Lagarbraut 5 undir almenningsgarð/skrúðgarð. Ráðið felur verkefnastjóra umhverfismála og garðyrkjustjóra að skoða grænt svæði meðfram útivistarstíg ofan við Lagarbraut 7 og að Fjóluhvammi með tilliti til þeirra hugmynda sem koma fram í erindinu.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?