Fara í efni

Þjónustu-og samstarfssamningur

Málsnúmer 202102097

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 12. fundur - 16.02.2021

Fyrir lágu drög að þjónustu- og samstarfssamningi á milli Múlaþings og Austurbrúar ses. varðandi greiningu árhrifa skriðanna á atvinnulíf á Seyðisfirði og vinnslu á skilgreindum verkþáttum.

Eyþór og Jódís viku af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins vegna vanhæfis, en þau starfa hjá Austurbrú.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna áfram að útfærslu samstarfssamnings á milli Múlaþings og Austurbrúar ses. í samræmi við umræður á fundinum.
Jafnframt lýsir byggðaráð yfir ánægju sinni með þá ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að styðja við verkefnið með fjárframlögum næstu þrjú árin.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu (2 voru fjarverandi JS og ES)

Byggðaráð Múlaþings - 13. fundur - 23.02.2021

Fyrir lágu drög að þjónustu- og samstarfssamningi á milli Múlaþings og Austurbrúar ses. varðandi greiningu áhrifa skriðanna á atvinnulíf á Seyðisfirði og vinnslu á skilgreindum verkþáttum.

Eyþór Stefánsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins vegna vanhæfis, þar sem hann er starfsmaður Austurbrúar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings samþykkir framlögð drög að þjónustu- og samstarfssamningi á milli Múlaþings og Austurbrúar ses. og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 19. fundur - 10.01.2022

Málinu var frestað á síðasta fundi þar sem kostnaðaryfirlit vantaði frá Austurbrú.

Málið áfram í vinnslu. Aðalheiði falið að kalla eftir fulltrúa Austurbrúar á næsta fund heimastjórnar Seyðisfjarðar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 20. fundur - 07.02.2022

Urður Gunnarsdóttir starfsmaður Austurbrúar og Verkefnastjórnar um stuðning við atvinnulífið á Seyðisfirði mætir á fundinn og fer yfir kostnaðaryfirlit frá Austurbrú.

Heimastjórn þakkar fyrir greinagóða samantekt, fyrsta úthlutun er komin vel á veg. Mikilvægt er að Austurbrú kynni framgang verkefna fyrir íbúum Seyðisfjarðar.

Gestir

  • Urður Gunnarsdóttir - mæting: 09:30

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 22. fundur - 04.04.2022

Yfirlit yfir rekstur þjónustusamnings við Austurbrú lagður fram.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?