Fara í efni

Aðalskipulag, hafnarsvæði á Seyðisfirði aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 202106009

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 13. fundur - 09.06.2021

Fyrir lá minnisblað skipulagsráðgjafa, ásamt uppdrætti, varðandi mögulega stækkun hafnarsvæðis á Seyðisfirði.

Til máls tóku :Hildur Þórisdóttir bar fram fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn og Þröstur Jónsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings er sammála þeim áherslum er fram koma í fyrirliggjandi minnisblaði og uppdrætti varðandi mögulega stækkun hafnarsvæðis á Seyðisfirði. Fyrir liggur að þörf er á auknu landrými fyrir hafnsækna starfsemi m.a. á svæðinu og eru fyrirliggjandi tillögur til þess fallnar að bregðast við því. Sveitarstjórn Múlaþings felur starfsfólki umhverfis- og framkvæmdasviðs sveitarfélagsins að hefja vinnu við breytingu aðalskipulags Seyðisfjarðarkaupstaðar á grundvelli fyrirliggjandi gagna og beinir því jafnframt til heimastjórnar Seyðisfjarðar að taka afstöðu til þess að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags samhliða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 25. fundur - 16.06.2021

Bókun sveitarstjórnar um skipulag hafnarsvæðis á Seyðisfirði lögð fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 43. fundur - 19.01.2022

Hafnastjóri kynnti fyrir ráðinu tillögur Vegagerðarinnar um breytt skipulag á Seyðisfjarðarhöfn.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 49. fundur - 16.03.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja gögn varðandi stöðu máls við breytingu á hafnarsvæði í aðalskipulagi Seyðisfjarðar. Hafnastjóri sat fundinn undir liðnum.

Málið er í vinnslu.

Gestir

  • Björn Ingimarsson

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 51. fundur - 30.03.2022

Skipulagsfulltrúi fer yfir stöðu máls varðandi matsskyldu fyrirhugaðra skipulagsbreytinga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa, í samráði við hafnastjóra, að undirbúa næstu skref til að ná niðurstöðu um það hvort framkvæmdin er tilkynningaskyld eða matsskyld.

Málið er áfram í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 22. fundur - 04.04.2022

Undir þessum lið kom Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi Múlaþings og fór yfir fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir við Seyðisfjarðarhöfn. Heimastjórn þakkar Sigurði fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð yfir fyrirhugaða stækkun á Strandarbakka og útfærslu á nýrri smábátahöfn.

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 10:00
Getum við bætt efni þessarar síðu?