Fara í efni

Athugasemdir vegna Stöðuleyfis, Stýrishús - Brú, Seyðisfirði

Málsnúmer 202107033

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 28. fundur - 10.08.2021

Fyrir lágu erindi frá íbúum á Seyðisfirði þar sem m.a. er óskað eftir útskýringum á því hvort, hvenær og af hverju veitt var leyfi fyrir stöðuleyfi Stýrishúss / Brú í nágrenni lónsins á Seyðisfirði. Jafnframt lágu fyrir gögn frá starfsmönnum sveitarfélagsins þar sem m.a. er farið yfir aðdraganda málsins sem og að lagt er til að ársleyfið verði framlengt með endurskoðunarákvæðum þar sem, sökum Covid, var ekki hægt að nýta leyfið innan fyrirliggjandi tímamarka.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 29. fundur - 25.08.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá íbúum á Seyðisfirði þar sem m.a. er óskað útskýringa á því hvort, hvenær og af hverju stöðuleyfi var veitt fyrir Stýrishúsi/Brú í nágrenni lónsins á Seyðisfirði.
Málinu var vísað til afgreiðslu hjá umhverfis- og framkvæmdaráði í bókun byggðaráðs frá 10. ágúst 2021.
Fram kom að umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkti á fundi sínum 6. júlí 2020 að veita tímabundið leyfi til uppsetningar á listaverki á lóð við Austurveg 17B, eftir að hafa áður fengið kynningu á áformunum. Starfsfólk Múlaþings hefur verið í sambandi við handhafa leyfisins og fengið upplýsingar um stöðu verkefnisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu framkvæmda- og umhverfismálastjóra samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að framlengja áður veitt leyfi um eitt ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 24. fundur - 23.06.2022

Fyrir heimstjórn Seyðisfjarðar liggur að taka afstöðu til umsóknar um framlengingu á stöðuleyfi vegna verkefnisins Stýrishús - Brú við Austurveg 17, Seyðisfirði.

Heimastjórn Seyðisfjarðar hafnar beiðni Moniku Frycová dags.10.06.2022 um framlengingu stöðuleyfis fyrir Kiosk 108 sem er skilgreint í umsókn sem „fjölnota rými, gjörningaverk og skúlptúr, vettvangur fyrir list, matarvagn og menningarverslun“.
Getum við bætt efni þessarar síðu?