Fara í efni

Stöðuleyfi, Stýrishús - Brú, Austurveg 17 Seyðisfirði

Málsnúmer 202107033

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 28. fundur - 10.08.2021

Fyrir lágu erindi frá íbúum á Seyðisfirði þar sem m.a. er óskað eftir útskýringum á því hvort, hvenær og af hverju veitt var leyfi fyrir stöðuleyfi Stýrishúss / Brú í nágrenni lónsins á Seyðisfirði. Jafnframt lágu fyrir gögn frá starfsmönnum sveitarfélagsins þar sem m.a. er farið yfir aðdraganda málsins sem og að lagt er til að ársleyfið verði framlengt með endurskoðunarákvæðum þar sem, sökum Covid, var ekki hægt að nýta leyfið innan fyrirliggjandi tímamarka.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 29. fundur - 25.08.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá íbúum á Seyðisfirði þar sem m.a. er óskað útskýringa á því hvort, hvenær og af hverju stöðuleyfi var veitt fyrir Stýrishúsi/Brú í nágrenni lónsins á Seyðisfirði.
Málinu var vísað til afgreiðslu hjá umhverfis- og framkvæmdaráði í bókun byggðaráðs frá 10. ágúst 2021.
Fram kom að umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkti á fundi sínum 6. júlí 2020 að veita tímabundið leyfi til uppsetningar á listaverki á lóð við Austurveg 17B, eftir að hafa áður fengið kynningu á áformunum. Starfsfólk Múlaþings hefur verið í sambandi við handhafa leyfisins og fengið upplýsingar um stöðu verkefnisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu framkvæmda- og umhverfismálastjóra samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að framlengja áður veitt leyfi um eitt ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 24. fundur - 23.06.2022

Fyrir heimstjórn Seyðisfjarðar liggur að taka afstöðu til umsóknar um framlengingu á stöðuleyfi vegna verkefnisins Stýrishús - Brú við Austurveg 17, Seyðisfirði.

Heimastjórn Seyðisfjarðar hafnar beiðni Moniku Frycová dags.10.06.2022 um framlengingu stöðuleyfis fyrir Kiosk 108 sem er skilgreint í umsókn sem „fjölnota rými, gjörningaverk og skúlptúr, vettvangur fyrir list, matarvagn og menningarverslun“.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 39. fundur - 11.10.2023

Fyrir heimastjórn liggur erindi frá byggingafulltrúa dags. 9.10.2023 að veita umsögn um landnotkun á svæði á milli Austurvegar 17b og 19c undir Stýrishús- brú.

Upphaflega var sótt um stöðuleyfi fyrir Stýrishús-brú til eins árs, sem síðan hefur verið framlengt vegna ytri aðstæðna. Síðastliðið vor var undirritað af landeiganda og málsaðila samkomulag þess efnis að starfsemin fari af lóðinni fyrir lok október 2023. Heimastjórn telur að stýrishúsið hafi verið vinsæll áfangastaður og auðgað menningarlíf staðarins en ljóst er að ekki var gert ráð fyrir að starfsemin yrði á þessum stað til margra ára. Heimastjórn hvetur því hlutaðeigandi aðila til að skoða aðrar staðsetningar sem ákjósanlegri væru fyrir mannvirki með rekstur af þessum toga.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 98. fundur - 24.10.2023

Vilhjálmur Jónsson lýsti yfir vanhæfi sínu vegna málsins. Í hans stað mætti Jónína Brynjólfsdóttir á fundinn undir þessum lið.
Við stjórn fundarins undir þessum lið tók Ívar Karl Hafliðason.

Fyrir liggur erindi frá byggingarfulltrúa Múlaþings þar sem óskað er eftir staðfestingu byggðaráðs um hvort ráðið heimili áframhaldandi staðsetningu á stýrishúsi á landi sveitarfélagsins við Austurveg 17b og 19c. Monika Frycova hefur sótt um framlengingu á stöðuleyfi fyrir stýrishúsið í eitt ár til viðbótar. Einnig liggur fyrir umsögn heimastjórnar Seyðisfjarðar varðandi málið, dags. 11.10.2023, auk erindis frá Ragnhildi Billu Árnadóttur frá 22.10.2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felst ekki á að samningur við málsaðila um afnot á landi Múlaþings við Austurveg 17b og 19c verði framlengdur þar sem forsenda samkomulags dags. 01.03.2023 var að húsið yrði fjarlægt fyrir lok október 2023. Byggðaráð felst á að heimila umsækjanda að staðsetja stýrishúsið á óbyggðri lóð sveitarfélagsins til atvinnustarfsemi t.d. við Lónsleiru 2,4,6 á móts við Ferjuleiru 1.Ef málsaðili þiggur þetta þá felur byggðaráð framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá samningi, til eins árs, við málsaðila með sömu skilyrðum og núverandi samningur að viðbættu ákvæði um að ef lóðin kemur til úthlutunar á samningstíma falli heimild landeiganda niður.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 101. fundur - 28.11.2023

Fyrir liggur samantekt frá byggingarfulltrúaembætti Múlaþings varðandi mögulega veitingu stöðuleyfis á svæði við lónið á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð getur ekki fallist á að stýrihúsinu verði komið fyrir á þeim stað sem málsaðili óskar eftir. Hætta getur stafað af þeirri staðsetningu fyrir gesti þar sem ekki eru til staðar bílastæði, mikil umferð er um svæðið, enda hluti af þjónustusvæði hafnarinnar. Einnig er yfirfallsbrunnur fráveitu innan svæðisins sem getur þurft að þjónusta án tafa af HEF veitum.
Byggðaráð telur að ekki komi til greina að hafa stýrishúsið á öðrum stað við lónið eins og málsaðili fer fram á. Byggðarráð vísar til fyrri bókunar um Lónsleiru 2-4-6 sem valkost fyrir málsaðila.
Byggðaráð felur byggingarfulltrúa framkvæmd málsins í samræmi við afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samnings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?