Fara í efni

Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundagerðir

Málsnúmer 202010449

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 2. fundur - 27.10.2020

Fyrir lá erindi frá lögreglustjóranum á Austurlandi þar sem gerð er grein fyrir þeirri tillögu Almannavarnarnefndar að fulltrúi Landsbjargar taki sæti í Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi auk þess að fyrir hvern aðalmann í almannavarnarnefnd verði tilnefndur varamaður.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu Almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi og tilnefnir fulltrúa sveitarstjóra á Fljótsdalshéraði sem varamann sveitarstjóra Múlaþings í almannavarnarnefnd. Sveitarstjóra er jafnframt veitt umboð til að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins breyttar samþykktir almannavarnanefndar er þær liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 7. fundur - 15.12.2020

Fyrir lágu fundargerðir Almannaverndarnefndar Austurlands, dags. 30.11.20 og 07.12.20.
Lagt fram til kynningar
Getum við bætt efni þessarar síðu?