Fara í efni

Fjármál 2020

Málsnúmer 202010468

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 1. fundur - 20.10.2020

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór í upphafi yfir vinnu starfsmanna við að koma af stað hinum ýmsu tölvukerfum sem notuð verða hjá Múlaþingi og þá undirbúningsvinnu sem fram hefur farið síðustu vikurnar.
Einnig fór hann yfir og kynnti fyrir byggðaráði nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.
Guðlaugur kynnti að lokum fyrirhugað útboð á tryggingum sveitarfélagsins og undirbúning að þeirri vinnu.
Byggðaráð samþykkir að veita bæjarstjóra og fjármálastjóra umboð til að semja við fyrirtækið Consello um að undirbúa og annast tryggingaútboðið.

Byggðaráð Múlaþings - 2. fundur - 27.10.2020

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti fundarmönnum vinnuna við að koma öllum bókhalds- og fjárhagskerfum sveitarfélagsins af stað.

Byggðaráð Múlaþings - 3. fundur - 03.11.2020

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sagði frá því að 9 mánaða uppgjör gömlu sveitarfélaganna eru að verða langt komin og munu liggja fyrir innan skamms.
Einnig fór hann yfir innheimtu staðgreiðslu og hvernig hún kemur út.
Sömuleiðis sagði hann frá vinnunni við að koma nýju sveitarfélagi í gang í hinum ýmsu tölvukerfum og ýmsum verkefnum sem við er að fást.

Byggðaráð Múlaþings - 4. fundur - 17.11.2020

Inn á fundinn mættu fulltrúar Deloitte, þeir Sigurður Álfgeir Sigurðarson og Hólmgrímur Bjarnason, og gerðu grein fyrir 9 mánaða uppgjöri Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Einnig svöruðu þeir fyrirspurnum fundarmanna varðandi uppgjörið.

Byggðaráð Múlaþings - 5. fundur - 24.11.2020

Inn á fundinn mættu fulltrúar KPMG, þeir Magnús Jónsson og Sigurjón Arnarson, og gerður grein fyrir 9 mánaða uppgjöri Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs.
Einnig fór Guðlaugur fjármálastjóri yfir nýja greiðsluáætlun og viðbótagreiðslur sem komu frá jöfnunarsjóði sveitarfélags nú á síðustu dögum.

Byggðaráð Múlaþings - 6. fundur - 01.12.2020

Inn á fundinn mætti fulltrúi KPMG, Magnús Jónsson, og gerði grein fyrir 9 mánaða uppgjöri Borgarfjarðarhrepps.

Farið yfir málefni tengd Jöfnunarsjóði.
Byggðaráð Múlaþings tekur undir áskorun byggðaráðs Skagafjarðar á Reykjavíkurborg varðandi málefni Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór einnig yfir nokkur fjármálatengd atriði og kynnti fundarmönnum.

Byggðaráð Múlaþings - 7. fundur - 15.12.2020

Björn Ingimarsson sveitarstjóri kynnti umsókn til Lánasjóðs sveitarfélaga fyrir næsta ár, sem byggir á fjárhagsáætlun 2021. Einnig kynnti hann opnun tilboða í tryggingar fyrir Múlaþing frá 1. jan 2021, en þau voru opnuð í gær. Þar var VÍS með lægsta tilboðið og samþykkti byggðaráð samhljóða að taka því.
Einnig sagði hann frá því að Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að skilgreina uppbyggingu menningarhússins sem flýtiframkvæmd sem þýðir að greiðslur berast fyrr en um var rætt.

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál sem tengjast rekstri og fjármálum sveitarfélagsins og kynnti fyrir byggðaráði.

Rætt um uppgjör Múlaþings fyrir árið 2020 og val á endurskoðendum til að vinna að því. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að samið verði við KPMG um það verk.
Getum við bætt efni þessarar síðu?