Fara í efni

Skólavegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202011018

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 4. fundur - 18.11.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn sveitarfélagsins um byggingarleyfi fyrir aukaskólastofur við Skólaveg 1, Rauðaskóla á Seyðisfirði. Um er að ræða tilbúnar samsettar húseiningar úr timbri sem staðsettar verða á áður steyptum grunni sem ætlaður er fyrir viðbyggingu skólahúsnæðis. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin í samræmi við 44. gr Skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnaraðilar eru Vinnueftirlitið, Haust og Brunavarnir á Austurlandi. Grenndarkynning nái til eigenda eftirtalinna fasteigna: Austurvegar 12 og 12B, Miðtúns 11, 13 og 16, Túngötu 4, 6, 8, 9, 10 og 11 og Suðurgötu 2. Í ljósi staðsetningar skulu áformin einnig kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins og íbúum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum meðan grenndarkynning fer fram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 8. fundur - 06.01.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn sveitarfélagsins um byggingarleyfi fyrir aukaskólastofur við Skólaveg 1, Rauðaskóla á Seyðisfirði. Um er að ræða tilbúnar samsettar húseiningar úr timbri sem staðsettar verða á áður steyptum grunni sem ætlaður er fyrir viðbyggingu skólahúsnæðis. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Málið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdarráðs þann 18.11.2020. Grenndarkynningu lauk 17.12.2020, engar athugasemdir bárust frá hagsmunaðilum vegna hennar. Athugasemdir hafa borist frá Vinnueftirlitinu og HAUST. Brunavarnir á Austurlandi gera ekki athugasemd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir að fela eignasjóði að bregðast við fram komnum athugasemdum, samþykkir fyrirliggjandi umsókn og vísar málinu til heimastjórnar Seyðisfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 3. fundur - 11.01.2021

Fyrir Heimastjórn liggur umsókn sveitarfélagsins um byggingarleyfi fyrir aukaskólastofur við Skólaveg 1, Rauðaskóla á Seyðisfirði. Um er að ræða tilbúnar samsettar húseiningar úr timbri sem staðsettar verða á áður steyptum grunni sem ætlaður er fyrir viðbyggingu skólahúsnæðis. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Grenndarkynningu lauk 17.12.2020, engar athugasemdir bárust frá hagsmunaaðilum vegna hennar. Athugasemdir hafa borist frá Vinnueftirlitinu og HAUST. Brunavarnir á Austurlandi gera ekki athugasemd.

Heimastjórn gerir ekki athugasemd við erindið og leggur til að byggingarleyfi verði gefið út. Varðandi deiliskipulag þá er mikilvægt að ráðist verði í deiliskipulag fyrir skólann í heild sinni án þess þó að það hindri framkvæmdir við lausar skólastofur sem eru staðsettar á gömlum grunni skólans.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 24. fundur - 02.06.2021

Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til nýrrar grenndarkynningar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Grunnskólann á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin í samræmi við 44. gr Skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnaraðilar eru HEF, Rarik, Vinnueftirlitið, Haust, Minjastofnun Íslands og Brunavarnir á Austurlandi. Grenndarkynning nái til eigenda eftirtalinna fasteigna: Austurvegar 12 og 12B, Miðtúns 11, 13 og 16, Túngötu 4, 6, 8, 9, 10 og 11.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 28. fundur - 11.08.2021

Grenndarkynningu vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Skólaveg 1 á Seyðisfirði lauk 2. júlí 2021 án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þess að engar athugasemdir voru gerðar við grenndarkynningu, og með hliðsjón af meginreglu 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að ekki þurfi að vísa málinu til afgreiðslu heimastjórnar Seyðisfjarðar, og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?