Fara í efni

Miðás 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202011061

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 4. fundur - 18.11.2020

Fyrir liggur erindi frá Bílaverkstæði Austurlands um leyfi fyrir viðbyggingu. Jafnframt er lagt fram undirritað samþykki nágranna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Í ljósi fyrirliggjandi samþykkis allra nágranna sem ráðið telur að orðið geti fyrir grenndaráhrifum af framkvæmdinni, telur umhverfis- og framkvæmdaráð óhætt að líta svo á að fram hafi farið ígildi grenndarkynningar sbr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar málinu til heimastjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 5. fundur - 25.11.2020

Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við verkstæði Bílaverkstæðis Austurlands.

Málið var áður tekið fyrir á fundi ráðsins þann 18.11.2020 en er tekið fyrir á ný í kjölfar ábendingar um málsmeðferð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að láta fara fram grenndarkynningu og heimilar að kynningartími verði styttur með því að afla samþykkis þeirra sem grenndarkynnt er fyrir. Grenndarkynning nái til Miðáss 4. Skipulagsfulltrúa er falið að afla samþykkis samkvæmt framangreindu. Liggi samþykki fyrir felur umhverfis- og framkvæmdaráð skipulagsfulltrúa að leggja málið fyrir heimastjórn Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 2. fundur - 02.12.2020

Fyrir liggur erindi frá Bílaverkstæði Austurlands um leyfi fyrir viðbyggingu. Jafnframt er lagt fram undirritað samþykki nágranna.

Málið er áfram í vinnslu á umhverfis- og framkvæmdasviði.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 14. fundur - 24.02.2021

Fyrir umhverfis og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Miðási 2. Grenndarkynningu er lokið. Engar athugasemdir bárust.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 5. fundur - 01.03.2021

Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Miðási 2. Grenndarkynningu er lokið. Engar athugasemdir bárust.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 24.2.2021 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?