Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

4. fundur 04. janúar 2021 kl. 10:00 - 12:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jódís Skúladóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Sveinn Kristján Ingimarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi Sveitarstjóra

1.Erindi vegna listasafns fyrir alþjóðlega myndlist - Vogaland 5 Djúpavogi Sigurður Guðmundsson og Þór Vigfússon mæta á fundin og kynna hugmyndir að nýlistasafni á Djúpavogi

Málsnúmer 202012050Vakta málsnúmer

Heimastjórn list vel á hugmyndir um alþjóðlegt listasafn á Djúpavogi, og hvetur sveitarstjórn til að leita allra leiða til að verkefnið geti orðið að veruleika.
Nauðsynlegt er að tryggja að umrætt hús (Vogshús) komist í viðunandi ástand sem allra fyrst.

Gestir

  • Sigurður Guðmundsson
  • Þór Vigfússon

2.Umhverfismál, aðbúnaður gangandi vegfarenda á Djúpavogi.

Málsnúmer 202012091Vakta málsnúmer

Heimastjórn vill vekja athygli á bágu ástandi á stígum og gangstéttum í þorpinu og leggur á það áherslu að farið verði í úrbætur við fyrsta tækifæri.
Heimastjórn felur fulltrúa sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.

3.Staða skipulagsmála í Gleðivík

Málsnúmer 202012089Vakta málsnúmer

Heimastjórn vill benda á fyrirsjáanlegan skort á lóðum fyrir ýmsa iðnaðarstarfsemi, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Víkurland. Vill því Heimastjórn benda á að þörf sé á að skipulegga slíkar lóðir á "Gleðivíkursvæðinu" og að klára skipulag á svæðinu öllu í kjölfarið.
Heimastjórn felur fulltrúa sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.

4.Upprekstur í landi Tungu

Málsnúmer 202012167Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar, fulltrúa sveitarstjóra falið að svara erindinu.

5.Erindi til Heimastjórnar um landbúnaðarmál í gamla Djúpavogshreppi

Málsnúmer 202012088Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar, heimastjórn samþykkir að boða bréfritara á næsta fund heimastjórnar.

6.Björgunarmiðstöð á Djúpavogi

Málsnúmer 202012171Vakta málsnúmer

Heimastjórn vill benda á að það sé bráð þörf á því endurnýja slökkvistöð byggðarlagsins og því kjörið tækifæri að sameina alla viðbragðsaðila á einn stað í nýrri björgunarmiðstöð. Heimastjórn vill leggja til við byggðaráð að stofnaður verði starfshópur til að halda áfram með þá vinnu sem farin var af stað í Djúpavogshreppi.

7.Blábjörg, landskipti - nýtt nafn Krákhamar

Málsnúmer 202011157Vakta málsnúmer

Heimastjórn samþykkir erindið.

8.Ósk um umsögn við frumvarp um Hálendisþjóðgarð 369. mál

Málsnúmer 202012144Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Ljósleiðaravæðing þéttbýlis á Djúpavogi

Málsnúmer 202101002Vakta málsnúmer

Heimastjórn tekur undir erindið og bendir á að góð nettenging sé nauðsynleg vegna atvinnuuppbyggingar og íbúaþróunar í byggðarlaginu. Heimastjórn beinir því til byggðaráðs að taka málið upp á sínum vettvangi.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?