Fara í efni

EGS - Lagarás 21

Málsnúmer 202101236

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 24. fundur - 02.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á vegum Ársala bs. við Lagarás 21-33 á Egilsstöðum. Tillögurnar eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að farið verði í breytingar á deiliskipulagi svæðisins og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt með 6 atkvæðum með handauppréttingu, KL situr hjá.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 25. fundur - 16.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á vegum Ársala bs. við Lagarás 21-39. Taka þarf afstöðu til málsmeðferðar. Málið var áður til afgreiðslu nefndarinnar þann 2. júní síðastliðinn og er tekið upp að nýju í samræmi við framkomnar upplýsingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi norðvestursvæðis Egilsstaða í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og að fram fari grenndarkynning á áformum umsækjanda í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir eigendum við Blómvang 1, Lagarás 19, 22, 24 og 26, Hörgsás 2 og 4, Selás 25 auk Sóknarnefndar Egilsstaðakirkju. Umsagnaraðilar verði Öldungaráð Múlaþings, Brunavarnir Austurlands, HEF veitur, HAUST og Minjastofnun Íslands. Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að kynningartími verði styttur í samræmi við 3. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar innkomnum athugasemdum til stjórnar Ársala bs. til umfjöllunar.

Samþykkt með handauppréttingu, einn (ÁHB) sat hjá.

Áheyrnarfulltrúi Múlaþings leggur fram eftirfarandi bókun:
Á tímum skorts á húsnæði, er undarlegt að fara í að rífa húsnæði, sem gæti verið í notkun, til að rýma fyrir nýju á sama stað. Hér með er lagt til að allar hugmyndir um Lagarás 21-39 verði slegnar út af borðinu og farið í að vinna að byggingu á allt að sjö hæða fjölbýlishúsi með 25-30 íbúðum í mismunandi stærðum og fjölbreyttu notagildi. Slíkt fjölbýlishús mundi mæta þörf markaðarins um húsnæði og þörf eldri borgara, sem eru til í að minnka við sig.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 10. fundur - 21.06.2021

Fyrir liggja drög að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á vegum Ársala bs. við Lagarás 21-39. Taka þarf afstöðu til málsmeðferðar. Málið var áður til afgreiðslu nefndarinnar þann 2. júní síðastliðinn og er tekið upp að nýju í samræmi við framkomnar upplýsingar.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi norðvestursvæðis Egilsstaða í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og að fram fari grenndarkynning á áformum umsækjanda í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir eigendum við Blómvang 1, Lagarás 19, 22, 24 og 26, Hörgsás 2 og 4, Selás 25 auk Sóknarnefndar Egilsstaðakirkju. Umsagnaraðilar verði Öldungaráð Múlaþings, Brunavarnir Austurlands, HEF veitur, HAUST og Minjastofnun Íslands. Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að kynningartími verði styttur í samræmi við 3. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar innkomnum athugasemdum til stjórnar Ársala bs. til umfjöllunar.

Áheyrnarfulltrúi Múlaþings leggur fram eftirfarandi bókun:
Á tímum skorts á húsnæði, er undarlegt að fara í að rífa húsnæði, sem gæti verið í notkun, til að rýma fyrir nýju á sama stað. Hér með er lagt til að allar hugmyndir um Lagarás 21-39 verði slegnar út af borðinu og farið í að vinna að byggingu á allt að sjö hæða fjölbýlishúsi með 25-30 íbúðum í mismunandi stærðum og fjölbreyttu notagildi. Slíkt fjölbýlishús mundi mæta þörf markaðarins um húsnæði og þörf eldri borgara, sem eru til í að minnka við sig.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 26. fundur - 22.06.2021

Fyrir lá erindi frá Önnu Maríu Þórhallsdóttur, arkitekt FAÍ, þar sem gerðar voru athugasemdir við fyrirhuguð áform um nýbyggingu við Lagarás 21 ? 39. Jafnframt lá fyrir bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 16.06.2021, þar sem samþykkt er að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi norðvestursvæðis Egilsstaða í samræmi við fyrirliggjandi tillögu að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis við Lagarás 21 - 39 ásamt grenndarkynningu. Inn á fundinn kom Þórhallur Pálsson, ráðgjafi, og gerði grein fyrir ferli og stöðu verkefnisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa innkomnum athugasemdum til stjórnar Ársala bs. til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 28. fundur - 11.08.2021

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Ársala bs. varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi norðvestursvæðis Egilsstaða, með síðari breytingum, skv. 2. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér stækkun á lóðamörkum og byggingarreit ásamt því að heimil verður bygging á 1h í stað 2h. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. júlí 2021 til og með 4. ágúst 2021. Ein athugasemd barst og liggur fyrir ráðinu að fjalla um hana.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vegna fram kominnar athugasemdar bendir umhverfis- og framkvæmdaráð á að skipulagsbreytingin tekur ekki til útlits húss nema hvað varðar ystu mörk byggingarreits og hámarkshæð. Það er lóðarhafa að leggja fram umsókn um byggingarleyfi sem fellur innan marka gildandi skipulags. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 12. fundur - 16.08.2021

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Ársala bs. varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi norðvestursvæðis Egilsstaða, með síðari breytingum, skv. 2. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér stækkun á lóðamörkum og byggingarreit ásamt því að heimil verður bygging á 1h í stað 2h. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. júlí 2021 til og með 4. ágúst 2021.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 11.8. 2021:
Vegna fram kominnar athugasemdar bendir umhverfis- og framkvæmdaráð á að skipulagsbreytingin tekur ekki til útlits húss nema hvað varðar ystu mörk byggingarreits og hámarkshæð. Það er lóðarhafa að leggja fram umsókn um byggingarleyfi sem fellur innan marka gildandi skipulags. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til endanlegrar afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Öldungaráð Múlaþings - 1. fundur - 26.08.2021

Erindi ekki tekið til formlegrar umfjöllunar þar sem frestur til að skila inn umsögn er liðinn.
Getum við bætt efni þessarar síðu?