Fara í efni

Seyðisfjörður breyting á aðalskipulagi vegna Vesturvegar 4

Málsnúmer 202102153

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 14. fundur - 24.02.2021

Fyrir liggja drög að skipulagslýsingu og vinnslutillaga fyrir breytingu á aðalskipulagi við Vesturveg 4.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagslýsingu og vinnslutillögu og felur skipulagsfulltrúa að láta auglýsa og kynna þær í samræmi við viðeigandi ákvæði skipulagslaga.
Umsagnaraðilar eru Skipulagsstofnun, Vegagerðin, Heilbrigðiseftirlit Austurlands, Hitaveita Egilsstaða og Fella og Minjastofnun Íslands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 17. fundur - 24.03.2021

Kynningu lýsingar og vinnslutillögu er lokið. Umsagnir bárust frá Haust, Vegagerðinni, Fjarðabyggð, Skipulagsstofnun og Minjastofnun Íslands.
Athugasemdir bárust frá KSK eignum, Svandísi Egilsdóttur og Sigrúnu Ólafsdóttur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulagsfulltrúa er falið að láta taka saman drög að svörum við athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum, sem lagðar verði fyrir næsta fund ráðsins til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 18. fundur - 07.04.2021

Fyrir ráðinu liggja drög að umsögn um athugasemdir vegna breytinga á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar. Málið var áður á dagskrá ráðsins 24.3.2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn sveitastjórnar um athugasemdir, þó með þeirri breytingu að önnur setning í 2. málsgrein falli á brott. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram og vísar því til sveitarstjórnar Múlaþings til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 10. fundur - 14.04.2021

Fyrir lágu drög að umsögn um athugasemdir vegna breytinga á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Til máls tóku: Jódís Skúladóttir, sem lagði fram fyrirspurn, Þröstur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurnum, Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson og Jakob Sigurðsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram: Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn um athugasemdir, sbr. þær breytingar sem umhverfis- og framkvæmdaráð lagði til. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að láta fullvinna og auglýsa tillöguna, í samræmi við ákvæði 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði send heimastjórn Seyðisfjarðar til umsagnar á auglýsingatíma.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 24. fundur - 02.06.2021

Fyrir ráðinu liggur umsögn Skipulagsstofnunar um breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðar vegna Vesturvegar 4. Taka þarf afstöðu til umsagnarinnar og taka ákvörðun um breytingar á tillögunni.

Eftirfarandi bókun lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að gert verði ráð fyrir 5-6 bílastæðum í skipulagstillögunni án þess að byggingarmagn lóða verði aukið. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu og auglýsingar í framhaldi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 13. fundur - 09.06.2021

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 02.06.2021, varðandi breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðar vegna Vesturvegar 4.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að gert verði ráð fyrir 5-6 bílastæðum í tillögu að breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðar vegna Vesturvegar 4 án þess að byggingarmagn lóða verði aukið. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa breytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 29. fundur - 25.08.2021

Lögð er fram að nýju tillaga að breytingu Aðalskipulags Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna Vesturvegar 4. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um inn komnar athugasemdir og umsagnir.

Málinu er frestað til næsta fundar ráðsins.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 30. fundur - 01.09.2021

Lögð er fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna Vesturvegar 4. Auglýsingu tillögunnar lauk þann 20.ágúst 2021 án athugasemda. Beðið er umsagnar Minjastofnunar Íslands við tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu að breyttu aðalskipulagi í samræmi við 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 15. fundur - 08.09.2021

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 01.09.2021, þar sem lagt er til að sveitarstjórn samþykki breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna Vesturvegar 4. Auglýsing tillögunnar lauk þann 20.08.2021 án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við ákvæði skipulagslaga samþykkir sveitarstjórn Múlaþings, að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, fyrirliggjandi tillögu að breytingu Aðalskipulags Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna Vesturvegar 4.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?