Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

78. fundur 27. febrúar 2023 kl. 08:30 - 11:07 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Sveinn Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði
Sveinn Jónsson (M-lista) sat fundinn undir liðum nr. 2-6.

1.Hreinsunarátak 2023

Málsnúmer 202302112Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála kynnir drög að hreinsunarátaki 2023.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Margrét Ólöf Sveinsdóttir, verkefnastjóri umhverfismála - mæting: 08:30

2.Samþykkt um hænsnahald í Múlaþingi

Málsnúmer 202102197Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að samþykkt um hænsnahald í þéttbýli í Múlaþingi. Samþykktin byggir á samskonar samþykkt sem í gildi var á Fljótsdalshéraði.
Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu með fyrirvara um þær breytingar sem ræddar voru á fundinum og vísar henni að til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Margrét Ólöf Sveinsdóttir, verkefnastjóri umhverfismála - mæting: 08:55

3.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt, Davíðsstaðir

Málsnúmer 202301213Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vakti Björgvin Stefán Pétursson máls á vanhæfi sínu sem framkvæmdastjóri Yggdrasill Carbon. Formaðr úrskurðaði um augljóst vanhæfi. Björgvin vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Yggdrasill Carbon ehf. vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Davíðsstaða. Sótt er um leyfi til ræktunar á 130 ha skógi en í gildandi deiliskipulagi frá árinu 2021 og Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 er þar gert ráð fyrir 50 ha skógræktarsvæði.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Málið er í vinnslu.

Gestir

  • Sigurður Jónsson, skipulagsfulltrúi

4.Samfélagsverkefni heimastjórna

Málsnúmer 202302101Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um útfærslu á samfélagsverkefnum heimastjórna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir hugmyndum heimastjórna að samfélagsverkefnum í samræmi við fjárhagsáætlun og umræður á fundinum og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að fylgja málinu eftir til formanna heimastjórna.

Samþykkt samhljóða.

5.Lagning ljósleiðara á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010608Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri með lagningu ljósleiðara á Seyðisfirði kynnir stöðu fyrirhugaðrar framkvæmdar.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Bogi Kárason - mæting: 10:00

6.Skýrsla framkvæmda- og umhverfismálastjóra

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir helstu verkefni sem eru í gangi.

Lagt fram til kynningar.

7.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 612003, 712. mál

Málsnúmer 202302165Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003, 712. mál. Umsögnum skal skilað eigi síðar en 9. mars næstkomandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur ekki tilefni til þess að gera athugasemd að svo stöddu en hvetur alla áhugasama til að koma athugasemdum á framfæri í samráðsgátt stjórnvalda.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 11:07.

Getum við bætt efni þessarar síðu?