Fara í efni

Ráðgjafanefnd vegna eldri húsa á hættusvæðum

Málsnúmer 202102258

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 15. fundur - 03.03.2021

Formaður kynnti drög að erindisbréfi og áformaðri skipan ráðgjafanefndar sem ætlað er að gera tillögur til ráðsins um ráðstafanir vegna húsa á og nærri skriðusvæði utan Búðarár.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fyrirliggjandi drögum að erindisbréfi og tillögu að skipan ráðgjafanefndar er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 9. fundur - 10.03.2021

Fyrir lágu drög að erindisbréfi og tillaga að skipan ráðgjafanefndar sem ætlað er að gera tillögur til umhverfis- og framkvæmdaráðs um ráðstafanir vegna húsa á og nærri skriðusvæði utan Búðarár á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir framlagt erindisbréf og að eftirtaldir aðilar taki sæti í ráðgjafanefndinni.

Tilnefndir úr heimastjórn Seyðisfjarðar
Ólafur Hr. Sigurðsson
Rúnar Gunnarsson

Frá Minjastofnun Íslands
Pétur H. Ármannsson
Þuríður E. Harðardóttir

Sérfræðingar úr hópi íbúa Seyðisfjarðar
Bragi Blumenstein
Þóra Bergný Guðmundsdóttir

Að auki verði einn fulltrúi í nefndinni tilnefndur af ungmennaráði sveitarfélagsins.

Einnig taka eftirtaldir starfsmenn þátt í starfi nefndarinnar auk þess að sinna skilgreindum verkefnum innan hennar svo sem nánar greinir í erindisbréfi.
Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri og fulltrúi sveitarstjóra á Seyðisfirði
Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri
María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 83. fundur - 02.05.2023

Farið yfir stöðu mála varðandi færslu húsa á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að auglýst verði eftir aðilum er séu tilbúnir til að eignast húseignina Garð að Hafnargötu 42 skilyrt því að eignin verði færð á Vesturveg 10, samkvæmt tillögu ráðgjafanefndar um færslu húsa á Seyðisfirði. Sveitarstjóra er jafnframt falið að vinna áfram að því að fá framlag ríkisins vegna færslu Angró og Ráðhúss endurmetið til samræmis við raunkostnað þannig að hægt verði að setja framkvæmd á flutningi þeirra húsa í feril.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 85. fundur - 23.05.2023

Fyrir liggur tillaga að auglýsingu eftir tilboðum í húseignina Garð að Hafnargötu 42 á Seyðisfirði skilyrt því að eignin verði færð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu eftir tilboðum í húseignina Garð á Seyðisfirði, skilyrt því að eignin verði færð í samræmi við tillögu ráðgjafanefndar um færslu húsa á Seyðisfirði, og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að koma henni í birtingu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 94. fundur - 19.09.2023

Fyrir liggur fundargerð frá opnun tilboða í húseignina Garð á Seyðisfirði en tvö tilboð bárust.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að láta ganga frá samningi um sölu á Garði, Hafnargötu 42 á Seyðisfirði, við Trésmiðju Þráins E. Gíslasonar ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs og ákvæða er fram komu í auglýsingu eftir tilboðum í umrædda eign.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 95. fundur - 26.09.2023

Fyrir liggur samþykkt frá fundi ríkistjórnarinnar á Egilsstöðum 31. ágúst 2023 varðandi frekari styrki vegna tilfærslu húsa á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar því að ríkisstjórn Íslands hafi samþykkt frekari fjárframlög til að standa straum að kostnaði vegna fyrirhugaðrar tilfærslu húsanna Angró og Gömlu símstöðvarinnar á Seyðisfirði. Sveitarstjóra er falið að undirrita samkomulag milli ríkisins og Múlaþings varðandi umrædda tilfærslu húsanna þar sem m.a. mun koma fram friðlýsing umræddra húsa vegna fágætis- og menningarsögulegs gildis þeirra.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?