Fara í efni

Ráðgjafanefnd vegna eldri húsa á hættusvæðum

Málsnúmer 202102258

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 15. fundur - 03.03.2021

Formaður kynnti drög að erindisbréfi og áformaðri skipan ráðgjafanefndar sem ætlað er að gera tillögur til ráðsins um ráðstafanir vegna húsa á og nærri skriðusvæði utan Búðarár.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fyrirliggjandi drögum að erindisbréfi og tillögu að skipan ráðgjafanefndar er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 9. fundur - 10.03.2021

Fyrir lágu drög að erindisbréfi og tillaga að skipan ráðgjafanefndar sem ætlað er að gera tillögur til umhverfis- og framkvæmdaráðs um ráðstafanir vegna húsa á og nærri skriðusvæði utan Búðarár á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir framlagt erindisbréf og að eftirtaldir aðilar taki sæti í ráðgjafanefndinni.

Tilnefndir úr heimastjórn Seyðisfjarðar
Ólafur Hr. Sigurðsson
Rúnar Gunnarsson

Frá Minjastofnun Íslands
Pétur H. Ármannsson
Þuríður E. Harðardóttir

Sérfræðingar úr hópi íbúa Seyðisfjarðar
Bragi Blumenstein
Þóra Bergný Guðmundsdóttir

Að auki verði einn fulltrúi í nefndinni tilnefndur af ungmennaráði sveitarfélagsins.

Einnig taka eftirtaldir starfsmenn þátt í starfi nefndarinnar auk þess að sinna skilgreindum verkefnum innan hennar svo sem nánar greinir í erindisbréfi.
Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri og fulltrúi sveitarstjóra á Seyðisfirði
Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri
María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?