Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

83. fundur 02. maí 2023 kl. 08:30 - 09:55 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Ráðgjafanefnd vegna eldri húsa á hættusvæðum

Málsnúmer 202102258Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála varðandi færslu húsa á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að auglýst verði eftir aðilum er séu tilbúnir til að eignast húseignina Garð að Hafnargötu 42 skilyrt því að eignin verði færð á Vesturveg 10, samkvæmt tillögu ráðgjafanefndar um færslu húsa á Seyðisfirði. Sveitarstjóra er jafnframt falið að vinna áfram að því að fá framlag ríkisins vegna færslu Angró og Ráðhúss endurmetið til samræmis við raunkostnað þannig að hægt verði að setja framkvæmd á flutningi þeirra húsa í feril.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Aðalfundur Ársala 2023

Málsnúmer 202303244Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Ársala bs, dags. 24.04.2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa tillögu aðalfundar Ársala bs er varðar leiðréttingu 5.gr. samþykkta byggðasamlagsins til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Fundagerð stjórnar skólaskrifstofu Austurlands 2023

Málsnúmer 202303138Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 28.03.2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa tillögu aðalfundar Skólaskrifstofu Austurlands, varðandi það að öllum rekstri byggðasamlagsins verði hætt í árslok 2023 og því slitið á grundvelli stöðu og efnahags í árslok 2023, til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2023

Málsnúmer 202301189Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð Almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, dags.17.04.2023.

Lagt fram til kynningar.

6.Hitaveita á Seyðisfirði

Málsnúmer 202110137Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir starfshóps um kyndingarkosti á Seyðisfirði, dags. 26.04. og 19.04.2023.

Lagt fram til kynningar

7.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202302128Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð aukaaðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 21.04.2023.

Lagt fram til kynningar.

8.Leigusamningur á rými í menningarhúsi Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202304187Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samkomulagi um lok leigusamnings og samkomulags varðandi leigu á rými í menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög með breytingum í samræmi við umræður á fundinum og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulag um lok leigusamnings og samkomulags varðandi leigu Landsvirkjunar á rými í menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Umsagnarbeiðni um kosningalög o.fl. (ýmsar breytingar), 945. mál.

Málsnúmer 202304184Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar frumvarp til laga um kosningalög o.fl. (nýjar breytingar) 945.mál.

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?