Fara í efni

Endurnýjun björgunarskipsins Hafbjargar - styrkbeiðni

Málsnúmer 202104161

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 19. fundur - 27.04.2021

Fyrir lá erindi frá stjórn Björgunarbátasjóðs Austurlands varðandi endurnýjun á björgunarskipinu Hafbjörgu og mögulega aðkomu sveitarfélagsins að því með styrkfé.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að eiga samræður við fulltrúa stjórnar Björgunarbátasjóðsins auk annarra hagsmunaaðila á svæðinu og afla frekari upplýsinga varðandi umrætt erindi. Málið verði tekið fyrir að nýju er frekari upplýsingar liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 154. fundur - 27.05.2025

Fyrir liggur erindi frá Björgunarbátasjóði SVFÍ Neskaupstað er varðar endurnýjun á björgunarskipinu Hafbjörgu og mögulegu aðkomu sveitarfélagsins að því með styrkbeiðni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs sem fer með stjórn hafnarmála.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 154. fundur - 23.06.2025

Fyrir liggur erindi frá Björgunarbátasjóði SVFÍ Neskaupstað er varðar endurnýjun á björgunarskipinu Hafbjörgu og mögulegu aðkomu sveitarfélagsins að því með styrkbeiðni. Byggðaráð tók erindið fyrir á fundi 27. maí sl. og víasði því til afgreiðslu hjá umhverfis- og framkvæmdaráði.
Mál áfram í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 158. fundur - 25.08.2025

Hafnastjóri, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, situr fundinn undir þessum lið.
Tekið er fyrir að nýju erindi frá Björgunarbátasjóði SVFÍ Neskaupstað er varðar endurnýjun á björgunarskipinu Hafbjörgu og mögulegu aðkomu sveitarfélagsins að því með styrkbeiðni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að styrkja Björgunarbátasjóð SVFÍ í Neskaupstað um 10 milljónir kr. Styrkurinn verði greiddur í tveimur greiðslum á árunum 2026 og 2027.
Jafnframt samþykkir ráðið að styrkja Björgunarsveitina Vopna á Vopnafirði um 5 milljónir kr. vegna kaupa á nýjum björgunarbát sveitarinnar.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?