Fara í efni

Endurnýjun björgunarskipsins Hafbjargar - styrkbeiðni

Málsnúmer 202104161

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 19. fundur - 27.04.2021

Fyrir lá erindi frá stjórn Björgunarbátasjóðs Austurlands varðandi endurnýjun á björgunarskipinu Hafbjörgu og mögulega aðkomu sveitarfélagsins að því með styrkfé.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að eiga samræður við fulltrúa stjórnar Björgunarbátasjóðsins auk annarra hagsmunaaðila á svæðinu og afla frekari upplýsinga varðandi umrætt erindi. Málið verði tekið fyrir að nýju er frekari upplýsingar liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?