Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

158. fundur 25. ágúst 2025 kl. 08:35 - 10:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Skýrsla slökkviliðsstjóra

Málsnúmer 202508120Vakta málsnúmer

Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri, fer yfir málefni slökkviliðs Múlaþings.
Lagt fram til kynningar.

2.Skýrsla hafnastjóra

Málsnúmer 202508119Vakta málsnúmer

Dagmar Ýr Stefánsdóttir, hafnastjóri, fer yfir málefni hafna Múlaþings.
Lagt fram til kynningar.

3.Endurnýjun björgunarskipsins Hafbjargar - styrkbeiðni

Málsnúmer 202104161Vakta málsnúmer

Hafnastjóri, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, situr fundinn undir þessum lið.
Tekið er fyrir að nýju erindi frá Björgunarbátasjóði SVFÍ Neskaupstað er varðar endurnýjun á björgunarskipinu Hafbjörgu og mögulegu aðkomu sveitarfélagsins að því með styrkbeiðni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að styrkja Björgunarbátasjóð SVFÍ í Neskaupstað um 10 milljónir kr. Styrkurinn verði greiddur í tveimur greiðslum á árunum 2026 og 2027.
Jafnframt samþykkir ráðið að styrkja Björgunarsveitina Vopna á Vopnafirði um 5 milljónir kr. vegna kaupa á nýjum björgunarbát sveitarinnar.

Samþykkt samhljóða.

4.Ákall um uppbyggingu á aðstöðu við Neistavöll Djúpavogi

Málsnúmer 202508079Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi, dags. 17. ágúst 2025, frá Ungmennafélaginu Neista varðandi uppbygginu á aðstöðu við Neistavöll á Djúpavogi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur formanni ráðsins að funda, ásamt framkvæmda- og umhverfismálastjóra og starfsmanni á fjölskyldusviði, með forsvarsaðilum Ungmennafélagsins Neista um framtíðaruppbyggingu við Neistavöll.

Samþykkt samhljóða.

5.Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Stórurð og svæðið norðan Dyrfjalla

Málsnúmer 202207041Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála, Stefán Áspar Stefánsson, situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur stjórnunar- og verndaráætlun fyrir landslagsverndarsvæði norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð sem var undirrituð af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra 19. ágúst sl.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fagnar undirritun stjórnunar- og verndaráætlun fyrir landslagsverndarsvæði norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð.
Ráðið þakkar jafnframt fyrir skjót viðbrögð við erindi sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

6.Umhverfisþing 2025

Málsnúmer 202508087Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála, Stefán Áspar Stefánsson, situr fundinn undir þessum lið.
Lögð er fram til kynningar auglýsing frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu um fyrirhugað umhverfisþing sem haldið verður 15. og 16. september 2025 í Reykjavík. Meginþemu þingsins verða hafið, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsmál og verður dagskráin ýmist í formi vinnustofa, fyrirlestra og pallborðsumræðna. Hlutar dagskrár verða aðgengilegir í beinu streymi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur öll áhugasöm til að sækja fyrirhugað umhverfisþing og leggur til við heimastjórnir, sem fara með hlutverk náttúruverndarnefnda sveitarfélagsins, að tilnefna einn heimastjórnarfulltrúa hver til að sitja þingið, hvort heldur í fjar- eða staðfundi.

Samþykkt samhljóða.

7.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að taka til umfjöllunar einstök atriði er tengjast áframhaldandi vinnu við skipulagstillögu nýs aðalskipulags múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur stýrihóp að vinna áfram í samræmi við umræður á fundinum hvað varðar stefnu um raflínur í jörð.
Ráðið vísar fyrirliggjandi minnisblaði að öðru leiti til byggðaráðs og óskar eftir afstöðu þess til atriða sem þar koma fram og tengjast stefnu um atvinnumál er varða skógrækt og gistirekstur.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?