Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

154. fundur 27. maí 2025 kl. 08:30 - 10:35 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir varamaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson varamaður
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra á Seyðisfirði og fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2025

Málsnúmer 202501003Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og fjármálastjóri fóru yfir mál er varða fjárhag sveitarfélagsins.

2.Styrkumsókn til að gera upp Austurleiðarrútu fyrir Skógasafn

Málsnúmer 202504271Vakta málsnúmer

Fyrir liggur styrkbeiðni frá Rótarýklúbbi Rangæinga til að gera upp fyrstu rútu Austurleiðar hf. sem gera á að safngrip á Samgöngusafn Skógasafns. Um er að ræða samfélagsverkefni í tilefni 60 ára afmæli Austurleiðar.
Eftirfarandi bókun lögð fram:
Byggðaráð þakkar fyrir erindið en með vísan í gildandi fjárhagsáætlun þá er ekki rými til að verða við beiðninni. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Endurnýjun björgunarskipsins Hafbjargar - styrkbeiðni

Málsnúmer 202104161Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Björgunarbátasjóði SVFÍ Neskaupstað er varðar endurnýjun á björgunarskipinu Hafbjörgu og mögulegu aðkomu sveitarfélagsins að því með styrkbeiðni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs sem fer með stjórn hafnarmála.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Styrktarsjóður EBÍ 2025

Málsnúmer 202504020Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar úthlutun úr Styrktarsjóði EBÍ 2025.
Lagt fram til kynningar

5.Fundargerðir Húsfélagsins Lyngási 12

Málsnúmer 202505144Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundagerðir Húsfélagsins Lyngási 12 dags. 12.02 og 12.05.2025 ásamt kostnaðar og viðhaldsáætlunum. Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri sat fundinn undir þessum lið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdráðs til frekari vinnslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson

6.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2025

Málsnúmer 202504027Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. sem haldinn var 6. maí síðastliðinn.
Lagt fram til kynningar

7.Fundargerðir stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202502056Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags.15.apríl og 07.maí.2025.
Lagt fram til kynningar

8.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202502016Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur fundagerð Samband íslenskra sveitarfélaga dags.16.maí.2025.
Lagt fram til kynningar

9.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202501210Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundagerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga dags.12.03,09.04 og 09.05.2025
Lagt fram til kynningar

10.Fundagerðir stjórnar Tækniminjasafns Austurlands 2025

Málsnúmer 202503227Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundagerð stjórnar Tækniminjasafns Austurlands dags.29.04.2025.
Lagt fram til kynningar

11.Aðalfundur SSA 2025

Málsnúmer 202504007Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundagerð aðalfundar SSA, dags.09.05.2025.
Lagt fram til kynningar

12.Ársfundur Austurbrúar 2025

Málsnúmer 202505098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð ársfundar Austurbrúar, dags. 09.05.2025.
Lagt fram til kynningar

13.Samráðsgátt. Áform um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga (skattlagning orkumannvirkja)

Málsnúmer 202505171Vakta málsnúmer

Í samráðsgátt liggur til umsagna áform um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga (skattlagning orkumannvirkja) Umsagnafrestur er til og með 09.06.2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjóra falið að vinna að umsögn byggðaráðs um málið og leggja fram drög að umsögn á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Fundi slitið - kl. 10:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?