Fara í efni

Tjaldsvæði í Múlaþingi

Málsnúmer 202108124

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 31. fundur - 15.09.2021

Að beiðni fulltrúa í ráðinu verður farið yfir rekstur og umhirðu á tjaldsvæðum sveitarfélagsins á liðnu sumri.

Frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 34. fundur - 06.10.2021

Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarstjóri, og Jónína Brá Árnadóttir, verkefnastjóri menningarmála, komu inn á fundinn og fóru yfir rekstur og umhirðu á tjaldsvæðum sveitarfélagsins á liðnu sumri.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 40. fundur - 14.12.2021

Fyrir lá samantekt frá atvinnu- og menningarsviði Múlaþings varðandi rekstur tjaldsvæðisins á Seyðisfirði þar sem lagt er til að samningur við núverandi rekstraraðila verði ekki framlengdur og að heimilað verði að ganga til samninga við rekstraraðila tjaldsvæðisins á Egilsstöðum um rekstur tjaldsvæðisins á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu starfsmanna atvinnu- og menningarsviðs samþykkir byggðaráð Múlaþings að samningur við núverandi rekstraraðila tjaldsvæðisins verði ekki framlengdur. Jafnframt samþykkir byggðaráð Múlaþings að fela atvinnu-og menningarmálafulltrúa að að bjóða út rekstur tjaldsvæðins á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 40. fundur - 04.10.2023

Inn á fund heimastjórnar kom Árni Magnús Magnusson og fór yfir starfsemi tjaldsvæðisins.

Heimastjórn þakkar Árna fyrir komuna og gott spjall.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 103. fundur - 09.01.2024

Fyrir liggur tillaga að viðauka við leigusamning um tjaldsvæði á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að gildandi leigusamningur um tjaldsvæði á Seyðisfirði verði framlengdur um eitt ár í samræmi við grein 11.01 leigusamningsins. Nýja samningstímabilið verði 1. apríl - 31. október 2024. Atvinnu- og menningarmálastjóra Múlaþings falin framkvæmd málsins

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?