Fara í efni

Tjaldsvæði í Múlaþingi

Málsnúmer 202108124

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 31. fundur - 15.09.2021

Að beiðni fulltrúa í ráðinu verður farið yfir rekstur og umhirðu á tjaldsvæðum sveitarfélagsins á liðnu sumri.

Frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 34. fundur - 06.10.2021

Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarstjóri, og Jónína Brá Árnadóttir, verkefnastjóri menningarmála, komu inn á fundinn og fóru yfir rekstur og umhirðu á tjaldsvæðum sveitarfélagsins á liðnu sumri.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 40. fundur - 14.12.2021

Fyrir lá samantekt frá atvinnu- og menningarsviði Múlaþings varðandi rekstur tjaldsvæðisins á Seyðisfirði þar sem lagt er til að samningur við núverandi rekstraraðila verði ekki framlengdur og að heimilað verði að ganga til samninga við rekstraraðila tjaldsvæðisins á Egilsstöðum um rekstur tjaldsvæðisins á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu starfsmanna atvinnu- og menningarsviðs samþykkir byggðaráð Múlaþings að samningur við núverandi rekstraraðila tjaldsvæðisins verði ekki framlengdur. Jafnframt samþykkir byggðaráð Múlaþings að fela atvinnu-og menningarmálafulltrúa að að bjóða út rekstur tjaldsvæðins á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 40. fundur - 04.10.2023

Inn á fund heimastjórnar kom Árni Magnús Magnusson og fór yfir starfsemi tjaldsvæðisins.

Heimastjórn þakkar Árna fyrir komuna og gott spjall.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 103. fundur - 09.01.2024

Fyrir liggur tillaga að viðauka við leigusamning um tjaldsvæði á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að gildandi leigusamningur um tjaldsvæði á Seyðisfirði verði framlengdur um eitt ár í samræmi við grein 11.01 leigusamningsins. Nýja samningstímabilið verði 1. apríl - 31. október 2024. Atvinnu- og menningarmálastjóra Múlaþings falin framkvæmd málsins

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 147. fundur - 18.03.2025

Aðalheiður Borgþórsdóttir atvinnu-og menningarstjóri kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu mála er varðar tjaldsvæðið á Seyðisfirði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi vegna reksturs tjaldsvæðis á Seyðisfirði fyrir árið 2025 og felur sviðsstjóra menningar- og atvinnumála að ganga frá samningi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 166. fundur - 07.10.2025

Fyrir byggðaráði liggur að taka ákvörðun um hvaða fyrirkomulag skuli við hafa við rekstur tjaldsvæðanna í Múlaþingi. Í Múlaþingi eru þrjú tjaldsvæði í eigu sveitarfélagsins: Á Borgarfirði, Seyðisfirði og Egilsstöðum. Alda Marín Kristinsdóttir fulltrúi sveitarstjóra á Borgarfirði og verkefnastjóri atvinnumála sátu fundinn undir þessum lið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð óskar eftir umsögnum frá heimastjórnum á Borgarfirði, Seyðisfirði og Fljótsdalshéraði varðandi fyrirliggjandi tillögur um fyrirkomulag rekstrar tjaldsvæðanna. Byggðaráð mun að því loknu taka málið fyrir aftur.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Alda Marín Kristinsdóttir

Heimastjórn Borgarfjarðar - 63. fundur - 09.10.2025

Fyrir liggur að taka ákvörðun um hvaða fyrirkomulag skuli við hafa við rekstur tjaldsvæðanna í Múlaþingi. Í Múlaþingi eru þrjú tjaldsvæði í eigu sveitarfélagsins: Á Borgarfirði, Seyðisfirði og Egilsstöðum.

Á fundi byggðaráðs 7.10.2025 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð óskar eftir umsögnum frá heimastjórnum frá Borgarfirði, Seyðisfirði og Fljótsdalshéraði varðandi fyrirliggjandi tillögur um fyrirkomulag rekstrar tjaldsvæðanna. Byggðaráð mun að því loknu taka málið fyrir aftur.
Núverandi leigutaki á Borgarfirði hefur ákveðið að framlengja ekki sinn samning og leggur heimastjórn til að reksturinn verði boðinn út í samræmi við tillögur í minnisblaði.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 61. fundur - 09.10.2025

Fyrir lá minnisblað og bókun frá byggðaráði dags.07.10.sl þar sem óskað var umsagna heimastjórnar um málefni tjaldsvæðisins á Seyðisfirði. Alda Marín Kristinsdóttir verkefnastjóri atvinnumála sat fundinn undir þessum lið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þökkum við Öldu Marín fyrir komuna og yfirferðina á hugsanlegu breyttu fyrirkomulagi rekstrar tjaldsvæðanna í Múlaþingi.
Heimastjórn leggur til að farin verði leið a) sem rætt er um í minnisblaðinu vegna reksturs tjaldsvæðisins Seyðisfirði á næsta ári.
Jafnramt leggur heimastjórn ríka áherslu á að strax verði tekin ákvörðun um framtíðarstaðsetningu tjaldsvæðisins og hún tryggð í skipulagi svo hægt verði að taka nýtt tjaldsvæði í notkun árið 2027. Heimastjórn telur skynsamlegt að bíða með ákvörðun um rekstrarform tjaldsvæðisins þar til endanleg staðsetning liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 63. fundur - 09.10.2025

Fyrir liggur að taka ákvörðun um hvaða fyrirkomulag skuli við hafa við rekstur tjaldsvæðanna í Múlaþingi. Í Múlaþingi eru þrjú tjaldsvæði í eigu sveitarfélagsins: Á Borgarfirði, Seyðisfirði og Egilsstöðum.

Á fundi byggðaráðs 7.10.2025 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð óskar eftir umsögnum á heimastjórnum frá Borgarfirði, Seyðisfirði og Fljótsdalshéraði varðandi fyrirliggjandi tillögur um fyrirkomulag rekstrar tjaldsvæðanna. Byggðaráð mun að því loknu taka málið fyrir aftur.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs er samþykk þeim áherslum fram koma í meðfylgjandi minnisblaði varðandi tjaldsvæði Múlaþings á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 167. fundur - 21.10.2025

Fyrir byggðaráði liggur að taka ákvörðun um fyrirkomulag reksturs tjaldsvæða í Múlaþingi. Umsagnir heimastjórna liggja nú fyrir.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir eftirfarandi varðandi tjaldsvæði í Múlaþingi:

Borgarfjörður: Rekstur tjaldsvæðis verður boðinn út þegar núverandi samningur rennur út.

Seyðisfjörður: Samningur við núverandi rekstraraðila verður framlengdur um eitt ár líkt og óskað hefur verið eftir. Sá tími verði nýttur til að ákveða framtíðarstaðsetningu tjaldsvæðis á Seyðisfirði og ákvörðun um næstu skref verði tekin árið 2026.

Egilsstaðir: Gildandi leigusamningur við núverandi rekstraraðila verði tekinn upp og uppfærður með sama gildistíma og er í gildandi samningi við sama aðila um rekstur upplýsingamiðstöðvar. Að þeim tíma liðnum verði tekin ákvörðun um framtíð tjaldsvæðisins á Egilsstöðum sem er á víkjandi svæði samkvæmt deiliskipulagi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 172. fundur - 02.12.2025

Fyrir liggja drög að samningi milli Múlaþings og Austurfarar ehf um leigu á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi, með þeim breytingum sem byggðaráð leggur til og að hann gildi til 31.122027. Skrifstofustjóra falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?