Fara í efni

Nýr golfvöllur við Egilsstaði

Málsnúmer 202110126

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 36. fundur - 26.10.2021

Fyrir lá erindi frá formanni Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs þar sem óskað er eftir því að til skoðunar verði teknar á ný hugmyndir varðandi staðsetningu nýs golfvallar við Egilsstaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að boða fulltrúa stjórnar Golfklúbbs Fljótsdalshérað til fundar með byggðaráði þar sem umfjöllunarefnið verði hugmyndir varðandi framtíðarstaðsetningu golfvallar við Egilsstaði.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 39. fundur - 23.11.2021

Inn á fundinn tengdust fulltrúar stjórnar Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs og fóru yfir þeirra sýn varðandi framtíðarstaðsetningu og uppbyggingu golfvallar við Egilsstaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar fulltrúum Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs, þeim Kjartani Ágúst Jónassyni og Friðriki B. Magnússyni, komuna inn á fundinn og þær upplýsingar er komið var á framfæri við byggðaráð. Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Var efnið á síðunni hjálplegt?