Fara í efni

Nýr golfvöllur við Egilsstaði

Málsnúmer 202110126

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 36. fundur - 26.10.2021

Fyrir lá erindi frá formanni Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs þar sem óskað er eftir því að til skoðunar verði teknar á ný hugmyndir varðandi staðsetningu nýs golfvallar við Egilsstaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að boða fulltrúa stjórnar Golfklúbbs Fljótsdalshérað til fundar með byggðaráði þar sem umfjöllunarefnið verði hugmyndir varðandi framtíðarstaðsetningu golfvallar við Egilsstaði.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 39. fundur - 23.11.2021

Inn á fundinn tengdust fulltrúar stjórnar Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs og fóru yfir þeirra sýn varðandi framtíðarstaðsetningu og uppbyggingu golfvallar við Egilsstaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar fulltrúum Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs, þeim Kjartani Ágúst Jónassyni og Friðriki B. Magnússyni, komuna inn á fundinn og þær upplýsingar er komið var á framfæri við byggðaráð. Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 43. fundur - 01.02.2022

Fyrir lá erindi frá Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs varðandi framtíðarskipan golfvallarmála á Héraði. Lagt er til að skoðaðir verði tveir valkostir undir framtíðar golfvöll á Héraði, annars vegar í landi Eyvindarár og hins vegar í landi Eiða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til áherslna í gildandi skipulagi sveitarfélagsins sem og óvissu varðandi vegtengingar í tengslum við Fjarðarheiðargöng er það mat byggðaráðs Múlaþings að framtíðar golfvöllur í landi Eyvindarár sé ekki vænlegur kostur. Byggðaráð felur sveitarstjóra að koma á viðræðum við landeigendur Eiða varðandi það hvort staðsetning golfvallar þar geti komið til greina og þá með hvaða hætti. Málið verði tekið fyrir að nýju í byggðaráði er niðurstöður viðræðna liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 52. fundur - 03.05.2022

Fyrir lá minnisblað varðandi möguleg landskipti milli Múlaþings og eigenda Eiða auk tölvupóstsamskipta sveitarstjóra og fulltrúa eigenda Eiða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 60. fundur - 20.09.2022

Fyrir liggur erindi frá Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs ásamt yfirlýsingu frá eigendum Eiða auk hugmynda að nýjum golfvelli í landi Eiða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráði líst vel á að eiga fund með fulltrúum Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs varðandi framtíðarsýn hvað varðar rekstur og staðsetningu. Sveitarstjóra falið að koma á slíkum fundi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarindi bókun:
Legg fram eftirfarandi hugmynd: Einkaaðilar byggi upp fyrsta alþjóðlega golfvöll á Íslandi á Eiðum í samvinnu við GFH og eigendur Eiða. Það þarf að vinna viðskiptaáætlun fyrir slíkan völl til að meta fýsileika hans.
Þá þarf Múlaþing að huga vel að nýju aðalskipulagi sem gerir samgöngur frá/til alþjóðlegum tengipunktunum Egilsstaðaflugvelli og Seyðisfjarðarhöfn sem styttstar og einfaldastar án umferðar í gegnum Egilsstaði.
Slíkt verður aðeins tryggt með brú við Melshorn og vegtengingum þaðan og frá Fjarðarheiðargöngum norðan Eyvindarár sem báðar tengjast Úthéraðsvegi, norðan núverandi þéttbýlis á Egilsstöðum.

Byggðaráð Múlaþings - 62. fundur - 04.10.2022

Inn á fundinn komu fulltrúar Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs, þeir Kjartan Ágúst Jónasson, Friðrik Bjartur Magnússon og Stefán Sigurðsson, og kynntu hugmyndir varðandi mögulega framtíðarstaðsetningu golfvallar félagsins í landi Eiða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar fulltrúum Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs áhugaverða kynningu varðandi framtíðaráform félagsins. Sveitarstjóra falið að vinna að því að áform Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs geti orðið að veruleika m.a. með aðstoð í samskiptum félagsins við eigendur þess lands er golfvöllur félagsins er staðsettur á í dag. Ef ásættanleg niðurstaða næst varðandi núverandi aðstöðu verði gengið til samninga við eigendur Eiða varðandi landskipti er geri framtíðaruppbyggingu golfvallar þar mögulega.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Kjartan Ágúst Jónasson, Friðrik Bjartur Magnússon og Stefán Sigurðsson - mæting: 10:00
Getum við bætt efni þessarar síðu?