Fara í efni

Umsókn um lóð, Bakkavegur 0, Borgarfjörður

Málsnúmer 202111223

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 41. fundur - 15.12.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um að stofnuð verði ný lóð við Bakkaveg 0 á Borgarfirði eystri. Jafnframt er óskað eftir að heimilt verði að reisa þar 3 íbúðarhús, hvert um sig 52m2 að stærð.

Máli frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 42. fundur - 05.01.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um að stofnuð verði ný lóð við það sem nefnt hefur verið Bakkavegur 0 á Borgarfirði eystri (milli Kögurs og Bakkavegar 1). Jafnframt er óskað eftir að heimilt verði að reisa þar 3 íbúðarhús, hvert um sig 52m2 að stærð. Umrætt svæði er skilgreint í Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 sem íbúðasvæði að hluta og landbúnaðarsvæði að hluta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að veita umsækjendum vilyrði fyrir lóðinni með vísan til þess að áform þeirra eru til þess fallin að styðja við atvinnulíf í brothættri byggð. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna að nauðsynlegri breytingu á aðalskipulagi sem miðist að því að reiturinn verði allur skilgreindur með landnotkun sem íbúðasvæði. Að því loknu og þegar lóðin verður stofnuð verði samið við umsækjendur um lóðina með vísan til c-liðar 3. gr. Samþykktar um úthlutun lóða í Múlaþingi.
Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu ákvörðunar um að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 19. fundur - 12.01.2022

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 05.01.2022, þar sem því er vísað til sveitarstjórnar að ákvörðun verði tekin um að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 varðandi breytingu á landnotkun vegna nýrrar lóðar er nefnd hefur verið Bakkavegur 0.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 er snýr að breytingu á skilgreindri landnotkun nýrrar lóðar er nefnd hefur verið Bakkavegur 0. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd verksins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 45. fundur - 02.02.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju umsókn um óstofnaða lóð við Bakkaveg 0 á Borgarfirði. Málið var áður til umfjöllunar á 42. fundi ráðsins þar sem samþykkt var að veita umsækjendum vilyrði fyrir lóðinni og að hafin yrði vinna við breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 á þeim hluta svæðisins sem skilgreint er sem landbúnaðarland.

Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til stofnun nýrrar lóðar við Bakkaveg 0 á þeim hluta svæðisins sem samrýmist gildandi aðalskipulagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að stofna umrædda lóð við Bakkaveg 0 á Borgarfirði eystri sem fái staðfangið Bakkaflöt og láta ganga frá úthlutun lóðarinnar í kjölfarið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 52. fundur - 06.04.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá lóðarhöfum við Bakkaflöt á Borgarfirði eystri dagsett 27. mars 2022. Annarsvegar er um að ræða umsókn um breytingu á lóðarhafa þar sem Bakkavegur leigufélag ehf. óskar eftir því að taka við lóðarúthlutuninni.
Hinsvegar óskar lóðarhafi eftir afslætti á gatnagerðar- og byggingarleyfisgjaldi vegna fyrirhugaðra framkvæmda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir beiðni um breytingu á lóðarhafa. Ráðið vísar til fyrri samþykktar sinnar frá 5. janúar sl. þar sem fram kemur að 80% afsláttur sé veittur af gatnagerðargjöldum viðkomandi lóðar. Ráðið synjar beiðni um frekari afslátt af gatnagerðargjöldum eða af byggingarleyfisgjöldum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?